Kolbrún með þrennu í hasarleik

Ynjur tóku á móti Birninum frá Reykjavík í Hertz deild kvenna í gær. Leikurinn fór rólega af stað en mikið hitnaði í kolunum þegar á leið og ætlaði allt upp úr að sjóða um miðbik leiksins. Tvö mörk voru dæmd af og sextán tveggja mínútna dómar gefnir. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur og endaði hann með öruggum 7-1 sigri Ynja.

Ísold Fönn sigraði sinn flokk á Skate Celje

Ísold Fönn sigraði sinn flokk á Skate Celje í gær með nýtt prógram og nýju stigameti í European Criterium mótaröðinni.

Ísold Fönn sigraði flokk 10 ára stúlkna á sterku móti í listhlaupi í Slóvakíu um helgina

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er um þessar mundir við æfingar og keppni í Slóvakíu. Hún tók um helgina þátt í sterku móti fyrir Íslandshönd í Slóvakíu og sigraði hún flokk 10 ára stúlkna með 42.24 stig.

Úrslit úr innanfélagsmóti helgarinnar

Annað innanfélagsmótið í haustmótaröðinni for fram síðasta laugardag en þá var keppt í 4. og 5. flokks deild en í henni eru 4 lið og yfir 50 keppendur.

Ynjur enn á toppnum

Í gær tóku Ynjur Skautafélags Akureyrar á móti Skautafélagi Reykjavíkur en er þetta í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu. Ynjur gefa sífellt meira í með hverri viðureign liðanna og unnu leikinn að þessu sinni með 12 mörkum gegn 2 mörkum SR. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikill getumunur á liðunum og áttu Ynjur 60 skot á mark. Mörkin hefðu því getað verið mun fleiri en Álfheiður Sigmarsdóttir varði vel í marki SR.

Frábær árangur SA stúlkna á Kristalsmóti Bjarnarins um helgina

Fimm stúlkur frá SA lögðu land undir fót um helgina ásamt foreldrum og þjálfara og tóku þátt á Kristalsmóti Bjarnarins sem haldinn var í Egilshöll um helgina fyrir keppendur í C flokkum. Þær stóðu sig allar gríðarlega vel.

SA Víkingar með stórsigur á Esju

SA Víkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Esju í gærkvöld, lokatölur 7-2. SA Víkingar minnkuðu þar með forskot Esju á sig í deildinni í 6 stig en Björninn vann á sama tíma SR í Laugardalnum og er ennþá með 5 stiga forskot á Víkinga. Sigurður Sigurðsson var óumdeilanlega maður gærkvöldsins en hann átti stórleik og skoraði þrennu í leiknum en Hafþór Sigrúnarson átti einnig skínandi leik og skoraði tvö mörk.

Tvöfaldur sigur Ásynja gegn Birninum

Um helgina fóru fram tveir leikir í Herz deild kvenna á Akureyri þar sem SA Ásynjur tóku á móti Birninum úr Grafarvogi. Skemmst er frá því að segja að Björninn sá aldrei til sólar og skoruðu heimastúlkur 23 mörk samtals í báðum leikjunum gegn einu marki Bjarnarins. Birna Baldursdóttir var markahæst eftir helgina með 5 mörk en Anna Sonja Ágústsdóttir var stigahæst með 11 stig, þar af 10 stoðsendingar. Skemmtilegast er þó frá því að segja að allir leikmenn Ásynja komust á blað, ýmist með marki, stoðsendingu eða hvoru tveggja.

SA Víkingar taka á móti Esju annað kvöld

SA Víkingar taka á móti Esju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna fór í vítakeppni þar sem Esja hafði betur. SA Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en Esja er í fyrsta sæti með 17 sig. Mætið í höllina og styðjið okkar menn, aðgangseyrir er 1000 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

SA með mikilvægan sigur á SR í gærkvöld

SA Víkingar tóku öll þrjú stigin í gærkvöld þegar þeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri en lokatölur voru 2-1. Fyrirfram var vitað að stigin væru gríðarlega mikilvæg fyrir bæði lið þar sem tækifæri gafst til þess að stytta bilið í toppliðin Esju og Björninn en hinsvegar myndi tap þýða að róðurinn yrði erfiður. Leikurinn einkenndist nokkuð af þessu þar sem varnarleikur barátta var í fyrirrúmi.