Byrjendaæfingar hefjast 18. september

Byrjendaæfingar íshokkídeildar hefjast sunnudaginn 18. september. Allir krakkar á aldrinum 4-11 ára eru velkomnir á æfingarnar en fyrstu 4 vikurnar eru fríar fyrir þá sem eru að prufa í fyrsta sinn. Allur búnaður er á staðnum en það má einnig fá hann leigðan í lok prufutíma ef ætlunin er að halda áfram að æfa. Æfingarnar eru tvisvar í viku á sunnudögum kl. 12.00-12.50 og á fimmtudögum kl. 17.10-18.00.

Listhlaupadeildin verður með skautadag fyrir alla krakka sunnudaginn 18. september frá kl.13:00-14:30.

Sunnudaginn 18. september verður Listhlaupadeildin með skautadag fyrir alla krakka frá klukkan 13:00-14:30. Sýnikennsla og þjálfun Glæsileg skautasýning Sala á skautafatnaði Heitt á könnunni Skráning á staðnum Hvetjum alla til að koma og eiga skemmtilegan skautadag.

Skautaveturinn 2016-2017 er að hefjast!

Nú er ísinn að verða klár og staðfest að æfingar á ís byrja síðasta lagi um miðjan dag á fimmtudag. Tímatafla vetrarins er komin á heimasíðuna í tenglinum til vinstri en hún hefur tekið nokkrum breytingum. Fyrst og fremst má nefna að krulludeild hefur fengið úthlutað tíma á mánudögum frá kl 17.20-21.00 sem ætti að verða veruleg innspýtting í starf krulludeildar. Þessi breyting hefur í för með sér smávægilegt rask í tímatöflu annarra deilda en tímar listhlaupadeildar á mánudögum færast á aðra daga og tímar hokkídeildar færast aftar á kvöldin. Þá hefur almenningstími á laugardögum verið styttur til kl 16.00.

Nú fer að styttast í skautabyrjun

Allir að fylgjast með í dagskránni, á facebook og á heimasíðunni

Æfingagjöld LSA veturinn 2016/2017 eru komin inn (birt með fyrirvara um breytingar) og búið að opna fyrir skráningar í Nóra.

Æfingagjöld LSA veturinn 2016/2017 eru komin inn. Gjaldskráin er birt með fyrirvara um breytingar og búið að opna fyrir skráningar í Nóra.

Keppnisgjöld og skráning í mót í gegnum Nóra

Sambandið hefur gefið út verð á keppnisgjöldum á Sambandsmótum vetrarins, að Rigginu undanskildu.

Uppfærðar keppnisreglur ÍSS fyrir skautaárið 2016/2017 er komnar á vefinn

Skautasamband Íslands hefur uppfært keppnisreglur fyrir skautaárið 2016/2017 og birt á heimasíðunni.

Dómaranámskeið ÍSS

Helgina 2.-4. september næstkomandi heldur ÍSS dómaranámskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningar er að fá á netfanginu skautasamband@skautasamband.is. Hvetjum alla sem áhuga hafa til að kynna sér þetta frekar.

Fréttir af framkvæmdum og byrjun tímabils.

Þessa daganna stendur yfir lokafrágangur í framkvæmdum sem staðið hafa yfir í Skautahöllinni frá því í byrjun mars. Nýja kæliplatan er klár og byrjað verður á að setja upp nýjann ramma á morgun. Hvað framhaldið varðar eru margir óvissuþættir og margt ógert og þar af leiðandi erfitt að setja nákvæma dagsetningu á ís en stefnan er sett á byrjun september. En hvað sem því líður þá er það stutt í byrjun tímabilsins að Skautafélagsfólk getur klárlega farið að setja sig í stellingar og farið að venja komur sínar aftur á svæðið og hjálpað til ef því er að skipta.

Ný stjórn Listhlaupadeildar

Á aðalfundi Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þann 19. maí var kosin ný stjórn og hefur hún þegar tekið til starfa.