Ísland mætir Kína í dag kl 14.30

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Kína í dag í öðrum leik sínum á HM sem fram fer á Spáni. Leikurinn hefst kl 14.30 og er sýndur beint hér.

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM á morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Jaca á Spáni á morgun þegar liðið mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Þessi lið mætust einnig í fyrsta leik á HM á síðasta ári sem fram fór í Reykjavík en þá hafði Ísland betur 3-0 en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu en Belgía í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði sinn flokk samanlagt á European Criterium mótaröðinni.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði sinn flokk á lokamóti European Criterium sem fram fór á Canazei í Ítalíu um helgina og mótaröðina samanlagt.

Rebekka Rós Ómarsdóttir hafnaði í 2 sæti samanlagt í European criterium

Rebekka Rós Ómarsdóttir hafnaði í 2 sæti í Canazei á Ítalíu í dag.

Íslenska U-18 liðið keppir við Serbíu

Leikur Íslands og Serbíu hófst kl 11.00 og staðan er 0-0 eftir fyrstu lotu. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir Íslenska liðið því með tapi gæti liðið fallið um deild en með sigri gæti liðið náð brons verðlaunum á mótinu. Leikurinn er í beinni útsendingu hér.

Íslenska U-18 liðið mætir Eistlandi í dag kl 14.30

Íslenska U-18 liðið í íshokkí mætir Eistlandi í dag kl 14.30 en það er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu á netinu hér. Ísland tapaði fyrir Spáni með þremur mörkum gegn engu á þriðjudag en mæta nú feikna sterku Eistnesku liðið sem hafa unnið alla sína leiki í mótinu hingað til.

Íslenska U-18 liðið mætir Spáni í dag kl 18.00

Íslenska U-18 liðið í íshokkí mætir Spáni í dag á heimsmeistaramótinu í Valdemora á Spáni en leikurinn hefst kl 18.00. Leikurinn er í beinni útsendingu á netinu en slóðina má finna hér.

SA Íslandsmeistarar 2016 í 4. flokki

SA sigraði í öllum leikjum sínum í þriðja og síðasta helgarmóti Íslandsmótsins í 4. flokki um helgina og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Liðið sigraði 10 leiki af 12 í Íslandsmótinu í vetur og alla 4 leiki sína í bikarmótinu.

Árshátíð Skautafélagsins 2016: Skráning hafin

Nú er búið að opna fyrir skráningu á árshátíðina 2016. Allar deildir Skautafélagsins halda sameiginlega Árs- og uppskeruhátíð miðvikudaginn 23. mars (daginn fyrir skírdag) í Golfskálanum. Tímabilið í ár var stutt en árangurinn frábær og líklega sá besti í sögu félagsins. Það er því miklu að fagna og gaman að koma saman og rifja upp tímabilið sem er að baki og líta björtum augum til framtíðar.

Met féllu hægri vinstri á Vetrarmóti ÍSS um helgina

SA stelpurnar héldu uppteknum hætti á Vetrarmóti ÍSS og sigruðu í öllm þeim flokkum sem við áttum keppendur í, auk þess sem stelpurnar settu fjölmörg persónulegmet, hópamet og Íslandsmet féll.