Árshátíð 2016 - takið daginn frá!

Árshátíð Skautafélags Akureyrar 2016 verður haldin miðvikudaginn 23. mars (daginn fyrir skírdag) í Golfskálanum. Stefnt er á það að allar deildir félagsins fjölmenni á árshátíðina og leggi sitt að mörkum í skipulagningu dagskrár. Nú koma allir til þess að skemmta sér saman, fögnum frábæru tímabili allra deilda og lítum björtum augum til framtíðar.

SA Víkingar Íslandsmeistarar í 19. sinn og hann Siggi á afmæli í dag

SA Víkingar lyftu Íslandsmeistarabikarnum í 19. sinn í sögu félagsins í gærkvöld eftir sinn þriðja sigur í úrslitakeppninni í jafnmörgum leikum á Esju í hreint ótrúlegum leik í einni skemmtilegustu úrslitakeppni síðari ára. Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður Skautafélags Akureyrar afrekaði eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í 20 sinn á 25 ára ferli sínum á síðasta degi fertugsaldursins. Siggi er 40 ára í dag og afmælisgjöfin gæti því varla hafa verið betri.

Landsliðið í Listhlaupi farið af stað á Norðurlandamót til Álaborgar í Danmörku

Næstu dagana fer fram Norðurlandamót í Listhlaupi á skautum í Álaborg í Danmörku. Helmingur íslenska landsliðsins er að þessu sinni mannað af SA stúlkum.

SA og Esja mætast í 3. leik úrslitakeppninnar í kvöld kl 19.45

SA Víkingar mæta Esju í þriðja leik úrslitakeppninar í íshokkí í kvöld kl 19.45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og því gæti Íslandsmeistarabikarinn farið á loft í kvöld. Leikirnir hafa verið hnífjafnir hingað til og úrslitin ekki ráðist fyrr en á lokaflauti. Stuðningur við okkar menn gæti gert útslagið í kvöld.

Úrslit úr síðasta innanfélagsmóti Vetrarmótaraðarinnar

Síðasta innanfélagsmótið af þremur í Vetrarmótaröðinni fór fram nú helgina en staðan var hnífjöfn fyrir síðust umferðina þar sem öll liðin voru með jafn mörg stig. Hér eru úrslit helgarinnar, markaskorarar og bestu leimenn mótsins:

SA Víkingar leiða úrslitaeinvígið 2-0

SA Víkingar sigruðu Esju 4-3 í gær í hádramatískum og spennandi leik. SA Víkingar hafa þá 2-0 forystu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld þegar liðin mætast í þriðja leik á Akureyri en leikurinn hefst kl 19.45.

3.flokkur tók á móti Birninum í dag

Og unnu 5 : 0, jafnframt var þetta síðasti leikur vetrarins hjá SA í 3.flokki.

SA Víkingar komnir með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu

SA Víkingar unnu sigur í jöfnum og spennandi leik í fyrsta leik úrslitakeppninnar í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Annar leikurinn fer fram á morgun sunnudag í borginni en þetta er í fyrsta sinn sem Esja heldur heimaleik í úrslitakeppninni og byrjar leikurinn kl 17.00.

1. í úrsliturm kominn á Vimeo og YouTube

Fyrsti úrslitaleikurinn í meistaraflokki karla í Hertz Deildinni í Íshokki sem spilaður var í gærkvöldi er nú tiltækur á netinu.

Úrslitakeppni í meistaraflokki karla hefst í kvöld kl 19.45

SA Víkingar mæta Esju í fyrsta leik úrslitakeppninar í íshokkí í kvöld, 19. febrúar kl 19.45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sem urðu deildarmeistarar á dögunum eiga heimaleikjaréttinn en Esja varð í öðru sæti eftir að hafa leitt deildina lengi vel. Esja er í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins en leikmenn hennar hafa þó töluverða reynslu af henni. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í vetur en búast má við all svakalegum leikjum þar sem rjóminn af bestu leikmönnum deildarinnar takast á um hinn margrómaða Íslandsmeistaratitil í íshokkí.