Íslandsmótið í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Bein tilrauna útsending á YouTube ( http://www.youtube.com/user/hokkimyndbrot/live ), og þar ætti að vera hægt að horfa í símum og spjaldtölvum líka. Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í 4. flokki en mótið er annað í röðinni af þremur sem telja til Íslandsmótsins. Leikið er á laugardag frá kl 17.20 og svo hefst seinni umferðin á sunnudagsmorgun kl 8.00 og mótið klárast svo með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu um kl 12.00 á sunnudag. Hér má finna dagskrá mótsins og fyrirkomulag.

Marta María og Ásdís Arna stóðu sig frábærlega á Alþjóða vetrarleikum barnanna í Innsbruck

Marta María stóð sig frábærlega í frjálsa prógramminu í dag. Hún fékk 54,68 stig og hækkaði það hana upp í silfur sætið á leikunum á nýju íslensku meti í stúlknaflokki A 86,49 stigum, hún bætti metið bæði í stutta og frjálsaprógramminu. Ásdís Arna Fen átti líka góðan dag og bætti hún perósnulegt met sitt í frjálsa og fékk hún fyrir það 44,55 stig. Samanlagt fékk Ásdís 69 stig. Hún hækkaði sig upp um 2 sæti frá því í gær og hafnaði hún í 10. sæti.

Marta og Ásdís með flottan árangur á fyrri degi á Inernational Childrens games í Innsbruck

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir lögðu af stað ásamt skíðakrökkum frá Akureyri á mánudaginn á Internatinal Childrens Games sem fram fara Innsbruck í Austuríki. Þær stöllur kepptu í stutta prógraminu í gær þar sem Ásdís var í 12. Sæti með góðann árangur (24.45) nálægt sínu besta. Marta María átti frábæran dag og setti persónulegt met (31.81 stig) og endaði í 3. Sæti eftir daginn.

Fimm úr SA með U-20 landsliði íslands á leið á heimsmeistaramót

Seinnipartinn í dag lögðu fimm fræknir drengir úr SA til keppni með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistramótið sem fram fer í Mexíkóborg daganna 15. – 24. janúar. Liðið keppir í 3. deild að þessu sinni en í riðli með Íslandi eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Suðar-Afríka og Tyrkland.

SA Víkingar réðu ekki við Björninn

SA Víkingar sóttu Björninn heim í grafarvog í gærkvöld þar sem Bjarnarmenn tóku stigin þrjú með 5-4 sigri. SA Víkingum mistókst því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en Bjarnarmenn eygja enn von um að komast í úrslitakeppnina með sigrinum.

Úrslit úr fyrsta innanfélagsmóti vetrarmótaraðarinnar

Um helgina fór fram fyrsta umferð í innanfélagsmóti vetrarmótaraðarinnar. Breytingar voru gerðar á liðunum frá haustmótaröðinni og liðum bætt við þar sem iðkenndum hefur fjölgað hvað af er vetri. Hér eru úrslit helgarinnar úr 4/5 flokks deild, 6/7 flokks deild og Royal mótinu.

Tímatafla vorannar er komin á vefinn

Ný tímatafla hefur tekið gildi hjá listhlaupinu og um leið hefur orðið tilfærsla á milli hópa.

Fullt hús stiga hjá SA úr Laugardalnum um helgina

SA spilaði þrjá leiki um helgina í laugardalnum alla við SR og komu 9 stig norður úr viðureignunum. SA Víkingar riðu á vaðið í Hertz deild karla á föstudagskvöld og sigruðu SR með 7 mörkum gegn 3. Annar flokkur SA vann SR 6-2 á laugardaginn og Ásynjur sigruðu SR síðar um kvöldið 11-0 í Hertz deild kvenna.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2016.

Emilía Rós Ómarsdóttir er íþróttamaður SA 2015

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur íþróttamann félagsins fyrir árið 2015. Emelía mun því vera ein af þeim íþróttamönnum sem koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar í hófinu sem haldið verður 20. janúar í Menningarhúsinu Hofi.