07.01.2016
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2016.
07.01.2016
Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur íþróttamann félagsins fyrir árið 2015. Emelía mun því vera ein af þeim íþróttamönnum sem koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar í hófinu sem haldið verður 20. janúar í Menningarhúsinu Hofi.
06.01.2016
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var á dögunum hækkaður og verður 16.000 krónur fyrir árið 2016. Þetta eru gleðitíðindi fyrir forráðamenn allra iðkennda yngri en 18 ára þar sem styrkurinn nýttist upp í æfingargjöld hjá Skautafélaginu.
04.01.2016
SA Víkingar voru enn í jólafríi þegar þeir tóku á móti Bjarnarmönnum í gærkvöld en Björninn vann leikinn auðveldlega, lokatölur 8-5. Ynjur unnur Björninn í fyrri leik kvöldsins 10-0 í Hertz deild kvenna og minnkuðu muninn í Ásynjur. Sama markatala var í 2. flokki þar sem Björninn mæti ekki til leiks og okkar menn fengu því stigin gefins og markatöluna 10-0.
03.01.2016
SA Víkingar mæta Birninum í Hertz deildinni í dag, sunnudaginn 3. janúar en leikurinn hefst kl 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikur dagsins verður hinsvegar Ynjur - Björninn í Hertz deild kvenna en leikurinn hefst kl 16.30.
30.12.2015
Skautafélag Akureyrar og allar deildir innan þess fengu í kvöld afhent viðurkenningarskjöl um endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Formaður Skautafélagsins og formenn deilda tóku á móti skjölunum á Áramótamóti krulludeildarinnar úr hendi Viðars Sigurjónssonar umsjónarmanni verkefnisins.
30.12.2015
Hin árlega fjölskylduskautun listhlaupadeildar á gamlársdag verður frá klukkan 10.15 - 11:45.
30.12.2015
Akureyrarmótið í listhlaupi 2015 fór fram þann 28. desember.
23.12.2015
Það var hart barist í gærkvöld þegar Ásynjur tóku á móti Ynjum í lokaleik Hertz deildarinnar þetta árið en Ásynjur sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu með nokkuð sannfærandi hætti.
22.12.2015
Íshokkídeildin hélt jólaskemmtun á síðustu æfingu yngri iðkenndanna deildarinnar fyrir jól en foreldrum var boðið á æfinguna og spreyttu sig í leik við börnin. Í gærkvöld var svo opið Jóladiskó fyrir alla iðkenndur hokkídeildar og þó jólasveinarnir hafi ekki látið sjá sig þá mættu leikmenn SA Víkinga á ballið.