4. flokkur bikarmeistari og Ynjur með góðann sigur um helgina

Það var margt um að vera hjá SA liðunum um helgina þar sem Bautamótið í 4. flokki fór fram á Akureyri en Ynjur og 2. flokkur ferðuðust til Reykjavíkur þar sem þau mættu Birninum í Egilshöll.

Bautamótið í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Bautamótið í 4. flokki fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Mótið er ekki hluti af Íslandsmóti heldur einstakt bikarmót. Leikið er á laugardag frá kl 17.20 og svo hefst seinni umferðin á sunnudagsmorgun kl 8.00 og mótið klárast svo með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu um kl 12.00 á sunnudag. Hér má finna dagskrá mótsins og fyrirkomulag.

Kylfan hans Bjössa stal stigum Bjarnarins

SA Víkingar fóru í víking í gærkvöld í Bjarnargryfjuna í Egilshöll og stálu tvemur stigum af þremur mögulegum með sigri í framlengingu í kaflaskiptum leik, lokatölur 4-3. SA Víkingar styrktu þar með stöðu sínu á toppi deildarinnar en Esja tapaði á sama tíma fyrir SR í Laugardal 8-5.

Myndir úr síðustu heimaleikjum SA Víkinga

Nú eru komnar myndir úr síðustu heimaleikjum SA Víkinga á heimasíðuna. Myndirnar gegn Esju eru frá Sigurgeiri Haraldssyni og má sjá hér en myndirnar gegn Birninum teknar af Elvari Pálssyni má finna hér.

SA Víkingar skelltu sér á toppinn

SA Víkingar unnu góðann 4-2 sigur á toppliði Esju í gærkvöld og náðu því efsta sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur. SA Víkingar eru nú komnir með 4 sigurleiki í röð og virðast vera komnir á ágætis skrið en deildin er hinsvegar mun jafnari en stigataflan gefur til kynna.

SA Víkingar taka á móti Esju laugardag kl 17.30

SA Víkingar taka á móti Esju í Skautahöllinni á Akureyri á morgun laugardag kl 17.30. Esja leiðir deildina með 24 stig en SA Víkingar fylgja fast á hæla þeirra með 23 stig og geta með sigri náð toppsætinu af Esju.

Úrslit úr síðasta Innanfélagsmóti

Þriðja Innanfélagsmót Hausmótaraðarinnar fór fram nú um helgina og voru allir leikirnir mjög spennandi. Síðust innanfélagsmót Haustmótaraðarinnar verða haldið 5. og 6. desember en þá verða einnig haldin litlujól.

Kristalsmótið 2015

Þá eru stúlkurnar okkar í 3. hópi komnar heim eftir góða ferð á Kristalsmótið um liðna helgi. 6 stelpur tóku þátt í mótinu frá okkur í ár og stóðu þær sig allar gríðarlega vel og óskum við þeim, foreldrum og Krisínu okkar þjálfara innilega til hamingju með árangurinn.

Super Mario afgreiddi Björninn

SA Víkingar sigruðu Björninn í gær á heimvelli í hröðum og skemmtilegum leik, lokatölur 5-3. Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Víkinga í toppbaráttunni og náðu toppsætinu í tæpa klukkustund áður en Esja lagði SR síðar sama kvöld í framlengdum leik. Esja hefur því eins stigs forskot á Víkinga þegar deildarkeppnin er hálfnuð en þessi lið mætast næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri.

SA Víkingar - Björninn laugardag kl 16.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 14. nóvember kl 16.30. Liðin hafa mæst þrívegis á tímabilinu og hefur Björninn haft betur tvívegis en SA einu sinni. SA Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með 20 stig fyrir leikinn en Björninn í því þriðja með 13 stig.