Magga Finns mótið hefst í kvöld - Dagskrá

Í kvöld og um helgina fer fram Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið eins og það er jafnan kallað en þetta er heldrimanna mót sem spilað er árlega hér á Akureyri. Þrír leikir fara fram í kvöld milli liðanna sem æfa hjá Skautafélaginu en svo verður leikið aftur á föstudagskvöld og laugardag þegar sunnan liðin verða komin í bæinn. Dagskránn má finna hér að neðan og hér á jpg.

Ásynjur deildarmeistarar í Hertz deild kvenna

Ásynjur tryggðu sér í gærkvöld deildarmeistaratitilinn í Hertz deild kvenna þegar höfðu sigurorð af Ynjum í vítakeppni eftir 5-5 jafntefli í venjulegum leiktíma. Það er synd að þessi lið mætast ekki oftar í vetur en áhorfendur urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í gærkvöld, ekki frekar en áður í þessu skemmtilega einvígi tveggja bestu liða landsins.

Rebekka Rós og Ísold Fönn farnar til Belgrad að keppa.

Þær stöllur Rebekka og Ísold eru komnar til Belgrad til að keppa á Skate Helena en það er mót í mótaröð European Criterium.

Ásynjur - Ynjur þriðjudagskvöld kl 19.30

Ásynjur taka á móti Ynjum annað kvöld, þriðjudagskvöldið 19. janúar kl 19.30. Leikurinn er toppslagur þar sem Ásynjur eru efstar í deildinni en Ynjur fylgja fast á hæla þeim og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika deildarmeistaratitlinum en þurfa einnig að treysta á hagstæð úrslit úr síðustu leikjunum.

Úrslit 4. flokks móts

Um helgina fór fram annað mótið af þremur sem telja til Íslandsmótsins í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. Lið SA sigraði í öllum sínum leikjum í mótinu og hafa unnið 7 af 8 leikjum í Íslandsmótinu.

Dagskrá hjá listhlaupadeildinni dagana 18.-23.janúar 2016

Hér er að finna dagskrána hjá listhlaupadeildinni dagana 18.-23. janúar

4.fl. mótið á YouTube

Það er líka hægt að skoða myndbönd af mótinu á YouTube í hærri upplausn.

Íslandsmótið í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Bein tilrauna útsending á YouTube ( http://www.youtube.com/user/hokkimyndbrot/live ), og þar ætti að vera hægt að horfa í símum og spjaldtölvum líka. Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í 4. flokki en mótið er annað í röðinni af þremur sem telja til Íslandsmótsins. Leikið er á laugardag frá kl 17.20 og svo hefst seinni umferðin á sunnudagsmorgun kl 8.00 og mótið klárast svo með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu um kl 12.00 á sunnudag. Hér má finna dagskrá mótsins og fyrirkomulag.

Marta María og Ásdís Arna stóðu sig frábærlega á Alþjóða vetrarleikum barnanna í Innsbruck

Marta María stóð sig frábærlega í frjálsa prógramminu í dag. Hún fékk 54,68 stig og hækkaði það hana upp í silfur sætið á leikunum á nýju íslensku meti í stúlknaflokki A 86,49 stigum, hún bætti metið bæði í stutta og frjálsaprógramminu. Ásdís Arna Fen átti líka góðan dag og bætti hún perósnulegt met sitt í frjálsa og fékk hún fyrir það 44,55 stig. Samanlagt fékk Ásdís 69 stig. Hún hækkaði sig upp um 2 sæti frá því í gær og hafnaði hún í 10. sæti.

Marta og Ásdís með flottan árangur á fyrri degi á Inernational Childrens games í Innsbruck

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir lögðu af stað ásamt skíðakrökkum frá Akureyri á mánudaginn á Internatinal Childrens Games sem fram fara Innsbruck í Austuríki. Þær stöllur kepptu í stutta prógraminu í gær þar sem Ásdís var í 12. Sæti með góðann árangur (24.45) nálægt sínu besta. Marta María átti frábæran dag og setti persónulegt met (31.81 stig) og endaði í 3. Sæti eftir daginn.