Listhlaupadagurinn 2015

Í dag var listhlaupadagurinn haldinn hátíðlegur í öllum skautahöllum landsins í fyrsta skipti. Reynsla dagsins sýnir að þessi dagur er komin til að vera.

Skráningar á haustönn 2015

Búið er að opna fyrir skráningu á haustönn 2015 inni á iba.felog.is . Skráningu þarf að vera lokið fyrir 15. september. Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband með því að senda póst á formadur@listhlaup.is

Skautaveturinn 2015-2016 er að hefjast

Þá er skautaveturinn 2015-2016 að hefjast hjá listhlaupinu. Við viljum byrja á að þakka öllum sem þátt tóku í æfingabúðum sumarsins fyrir þátttökuna og dugnaðinn. Æfingar hjá 1. - 3. hóp eru hafnar, en æfingar hjá byrjendahóp og fyrrum keppendum hefjast miðvikudaginn 2. september. Frá og með næsta mánudegi verður hægt að fara inn á iba.felog.is og skrá iðkendur inn í Nóra. Við munum auglýsa það sérstaklega strax eftir helgi. Tíimatöflu fyrir dagana 24. ágúst til 1. sept er að finna undir flipanum tímatafla hér til hliðar

Skautatöskur

Nú er um að gera að huga að skautatöskum.

Skautabuxur - ÚSALA, aðeins nokkrir dagar eftir

Var að fá flís skautabuxur á útsölu verði

Æfingarbúðir íshokkídeildar eru hafnar

Það er mikið fjör í skautahöllinni þessa daganna en þar fara fram æfingarbúðir í íshokkí næstu tvær vikurnar en á sama tíma standa yfir æfingarbúðir hjá listhlaupadeild. Íshokkí æfingarbúðirnar standa yfir frá morgni til kvölds þar sem yngri hópurinn er á morgnanna og sá eldri seinni partinn. Hver hópur fær tvær ísæfingar á dag ásam af-ís æfingum og fræðslu.

Unglingalandsmót UMFÍ - Dagskrá Krulla og Hokkí

Það verður líf og fjör um helgina í skautahöllinni þar sem Landsmót UMFÍ fer fram. Dagskráin hefst kl 10.00 á laugardag með keppni í Listhlaupi en nánari tímasetningar og keppnisröð má sjá í næstu frétt hér fyrir neðan. Krullan er fjölskyldugrein á landsmótinu og er öllum velkomið að koma spreyta sig á steinunum frá kl 15.00 á laugardeginum. Á sunnudag er sýningarleikur hjá hokkídeild þar sem efnilegustu unglingar félagsins sýna listir sínar en leikurinn hefst kl 13.20 og stendur yfir í tæpa klukkustund.

Unglingalandsmót UMFÍ - Listhlaup - Dagskrá og keppnisröð

Mótið í listhlaupi verður laugardaginn 1. ágúst og hefst klukkan 10:00.

Æfingar hafnar og Landsmót UMFÍ í skautahöllinni um versló

Nú er ísinn klár og æfingar hófust hjá listhlaupadeild á föstudagsmorgun. Æfingar hjá Íshokkídeild hefjast á sunnudagskvöld. Þá eru opnar æfingar fyrir krakka í íshokkí alla næstu viku sem geta þá náð ryðinu úr sér áður er æfingarbúðirnar hefjast eftir verslunarmannahelgi.

Ísinn er að verða klár og fyrstu æfingar hefjast á föstudag

Svellagerðin er hafin og gengur vel en stefnt er að því að listhlaupadeild geti hafið sínar æfingar á föstudagsmorgun. Æfingar fyirir Landsmótið sem haldið verður á Akureyri standa því yfir fram að Verslunarmannahelgi en strax að henni lokinni byrja æfingarbúðir hjá bæði Listhlaupadeild og Íshokkídeild.