Breytingar á tímatöflu á vormánuðum

Breytingar verða á tímatöflu í skautahöllinni milli vikna nú á vormánuðum vegna móta og minnkandi starfsemi. Vikulega verða settar inn tímatöflur sem finna má hér vinstra megin í valmyndinni en þar má nú finna tímatöfluna fyrir næstu viku, 13.-19. apríl.

Ísold Fönn gerði góða ferð til Ítalíu

Hin knáa Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir gerði góða ferð til Canazei á Ítalíu þar sem hún varð í þriðja sæti á alþjóðlegu klúbbamóti í dag.

Innanfélags Vetrarmótinu lauk um helgina

Um nýliðna helgi fóru fram síðustu umferðirnar í innanfélags vetramótinu 2015. Í 4/5 flokks deildinni var mikil spenna og réðust úrslit ekki fyrr en eftir síðasta leik þar sem öll liðin enduðu með 8 stig og þá þurfti að skoða tölfræðina.

Íslenska U18 liðið vann gullverðlaun á Heimsmeistaramótinu

Íslenska U18 liðið vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Taívan fyrr í dag. Liðið lagði lið Ísrael í lokaleiknum með þremur mörkum gegn tveimur.

Breyttir opnunartímar og ný tímatafla um páskanna

Opið verður fyrir almenning alla daga yfir páskanna kl 13-16 og skautadiskó verður föstudaginn langa kl 19-21. Breytingar eru á æfingartímum hjá deildum samkvæmt nýrri tímatöflu sem má nálgast hér.

Íslenska U18 liðið ósigrað og keppir um gullið á laugardag.

Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára er búið að vinna alla leiki sína á heimsmeistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðið vann í gær Mexíkó eftir vítakeppni og lagði svo Suður-Afríku í dag með fimm mörkum gegn fjórum.

SA Víkingar Íslandsmeistarar í Íshokkí 2015

SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í Íshokkí í gærkvöld eftir 7-0 sigur á SR. Þetta var í senn 18. titill SA í þessum flokki. Þetta var einnig þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins á jafn mörgum árum svo þetta tímabil telst því til gullaldar en síðasta gullaldartímabil félagsins var á árunum 2001-2005. Meira síðar..

SA Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun

SA Víkingar unnu fjórða leikinn í úrslitakeppninni í íshokkí 4-1 á föstudagskvöld. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir SA sem geta tryggt sér titilinn með sigri á morgun en leikurinn fer fram í Laugardal og hefst kl 19.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á stöð RÚV 2.

U18 ára landslið Íslands hefur keppni í dag

Landslið Íslands í Íshokkí skipað leikmönnum yngri en 18 ára hefja keppni í dag á heimseistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðin sem Ísland mætir í keppninni eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Suðu-Afríka og Taívan.

Myndir úr 4. leik SA - SR komnar inn.