SA Víkingar komnir með yfirhönd í úrslitaeinvíginu

SA Víkingar báru sigurorð af SR í gærkvöld, lokatölur 3-1. SA er á komið með tvo sigra en SR einn. Í kvöld fer svo fram 4. leikurinn í úrslitakeppninni en hann hefst kl 19.30 í skautahöllinni á Akureyri.

Fyrsti heimaleikur SA Víkinga í úrslitakeppninni í kvöld

SA Víkingar taka á móti SR í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Staðan í einvíginu er 1-1 en SA Víkingar unnu fyrri leikinn í Laugardal 4-0 en töpuðu þeim seinni 4-5.

SA Víkingar komnir með forystu 1 : 0 í úrslitakeppninni

SA Víkingar sigruðu SR í gærkvöld í fyrsta leik úrslitkeppninnar sem fram fór í Laugardalnum í Reykjavík, Lokaölur 0 : 4. Næsti leikur er strax í kvöld á sama stað kl. 19.00.

Frostmót LSA fyrir C keppendur seinni dagur

Þá er keppni lokið á Frostmóti LSA árið 2015. Keppnin fór vel fram og krakkarnir stóðu sig vel jafnt á ísnum sem fyrir utan ísinn. Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum skauturunum öllum fyrir þátttökuna. Við þökkum einnig sunnanfélögunum fyrir komuna og hlökkum til að sjá þau á næsta ári.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði á ótrúlegan hátt fyrir Belgíu

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði lokaleik sínum gegn Belgum í framlengingu á nær óskiljanlegan hátt, lokatölur 2-3. Liðið lenti því í 4. sæti á mótinu sem er nokkuð góður árangur en deildinn var mjög jöfn og sterk í ár.

Frostmót LSA fyrir C keppendur

Þá er fyrri keppnisdegi á Frostmóti LSA lokið. Stelpurnar stóðu sig allar mjög vel og var gaman að fylgjast með ungu keppendunum spreyta sig á ísnum.

Magga Finns mótið - dagskrá

Um helgina fer fram Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið. Einn leikur fór fram á miðvikudagskvöld en þá lagði Narfi frá Hrísey lið SA. Leikið verður á föstudagskvöld og laugardagskvöld en dagsrkánna má finna hér að neðan.

Ísland tapaði fyrir Slóveníu í gær - úrslitaleikur í dag.

Íslenska kvennalandsliðið í Íshokkí tapaði gegn Slóvenía í gær með 7 mörkum gegn 2. Liðið á þá enn möguleika á verðlaunasæti en til þess þarf liðið að vinna Belgíu í dag.

Frostmót LSA fyrir C keppendur um helgina

Um helgina fer fram Frostmót LSA fyrir C keppendur. Alls eru 80 keppendur skráðir til leiks. Keppendur mótsins koma frá Birninum, SR og LSA.

Grátlegt tap gegn Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí var grátlega nálægt því að leggja sterkt lið Spánar í dag en tapaði leiknum í vítakeppni.