Haustmót ÍSS seinni keppnisdagur

Þá er keppni lokið á Haustmóti ÍSS. Segja má með sanni að LSA hafi startað keppnistímabilinu með stæl og sé sigurvegari mótsins, en stelpurnar okkar unnu gull í 9 af 10 keppnisflokkum á mótinu, eða í öllum keppnisflokkum sem við áttum keppendur í. Að auki kræktu þær sér í 2 silfur og 1 brons.

Haustmót ÍSS helgina 18.-20. september fyrri keppnisdagur.

Fyrsta mót vetrarins, haustmót ÍSS, er haldið um helgina hjá okkur hér fyrir norðan. SA stelpurnar hafa staðið sig með mikilli prýði í dag.

Styttist í útsölulok

Enn á ég til skauta flísbuxur á útsölu

Vantar þig æfmælis og /eða jólagjöf

Enn á ég til þessar skautatöskur

Víkingar með tap gegn Esju um helgina

SA Víkingar máttu sætta sig við ósigur gegn Esju í Laugardaldnum um helgina, lokatölur leiksins 5-3.

Æfingar hafnar hjá byrjendahópum og skautastund á laugardögum.

Nú eru æfingar hafnar hjá byrjendahópunum í listhlaupi og hjá yngstu skauturunum (3-5 ára á laugardögum. Þá eru allir hóparnir komnir í gang með sýnar æfingar.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik og mæta SR laugardagur

Íslandsmótið í íshokkí er byrjað og það með hraði. Tímabilið í ár verður stutt sökkum framkvæmda í skautahöllinni hjá okkur á Akureyri en úrslitakeppnin verður leikin í lok febrúar í ár. Af þessum sökum er leikjadagskráin þétt en mótið byrjaði nú einmitt síðasta þriðjudag þegar SA Víkingar heimsóttu Björninn í Egilshöll. Bæði lið hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið í ár en það fór svo að Víkingar sóttu stigin þrjú, lokatölur 5-0.

Hokkí og Sport í Skautahöllinni um helgina

Hokkí & Sport mætir til Akureyrar næstu helgi og verður með verslun sína í fundarherberginu í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag frá klukkan 12-16 og á sunnudag frá klukkan 13-16. Komum með fullt af nýju dóti með okkur og það er um að gera að hafa samband við okkur hér á Facebook eða hringja í síma 588-9930 ef það er eitthvað sem þið viljið að við komum með sérstaklega eða þurfum að panta.

Frítt í september á byrjendaæfingar.

Krakkar 4 til 11 ára eru velkomnir á æfingar FRÍTT í september. Mikið fjör, mikil gleði.

ÍHÍ heldur dómara námskeið næsta föstudag kl. 18,00

ÍHÍ mun standa fyrir dómaranámskeiðum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að námskeiðið á Akureyri verði nk. föstudag þ. 4. september í skautahöllinni og hefjist klukkan 18.00. Námskeiðið í Reykjavík verður svo haldið miðvikudaginn 9. september. Staður og tími verður birtur fljótlega. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hvort sem þeir ætla sér að verða dómarar eður ei.