2. flokkur með fullt hús stiga úr tvíhöfða gegn SR

Annarflokkur SA vann 8-1 sigur á liði SR í gær en liðin mættust svo aftur nú í morgun og þá urðu lokatölur 10-5 SA í vil.

Ásynjur með sigur og sigur í framlengingu í tvíhöfða gegn SR

Ásynjur lögðu SR í gærkvöld með tíu mörkum gegn engu en liðin mættust aftur nú í bítið og þá urðu lokatölur 3-2 Ásynjur í hag eftir dramatískar lokasekúndur í venjulegum leiktíma þar sem jöfnunarmark Ásynja kom á síðustu sekúndu leiksins.

Ásynjur og 2. flokkur í tvöföldum tvíhöfða gegn SR um helgina

Bæði Ásynjur og 2. flokkur leika tvíhöfða gegn liðum SR um helgina þar sem leikið verður á laugardag og sunnudag. Allar æfingar hokkídeildar falla því niður vegna þessa fyrir hádegi á laugardag og sunnudag.

Mót út um allt

Höfum fengið nokkur boð um opin krullumót út um allan heim.

Jólagjöfin í ár.

Enn á ég til þessar frábæru og bestu skautatöskur einlitar og munstraðar.

Áfram SA hokkí! (Úrslit innanfélagsmóts)

Þrátt fyrir leiðinlegt veður var mæting á laugardaginn nánast fullkomin þegar fram fór síðasta innanfélags mót haustsins í 4/5 flk. deild. Í bronsleiknum sigruðu Appelsínugulir Græna 7-3 og um gullið spiluðu Rauðir og Svartir sem endaði með 8-4 sigri Rauðra.

Skautahöllinni lokað síðdegis í dag

Vegna tilkynningar frá Almannavörnum Ríkisins þar sem fólk er beðið að vera ekki á ferðinni eftir kl. 17:00 í dag höfum við ákveðið að loka Skautahöllinni líkt og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar frá og með kl. 16:00.

SA og Landsbankinn skrifa undir nýjan samstarfssamning

Í vikunni sem leið var undirritaður nýr samstarfssamningur milli SA og Landsbankans sem gildir til tveggja ára. Landsbankinn verður einn af aðalstyrktaðilum félagsins og hefur fengið merki sitt í ísinn framan við stúkuna.

FÉLAGSGJÖLDIN FYRIR ÁRIÐ 2016 KOMIN Í HEIMABANKA

Greiðsluseðlar félagsgjalda fyrir árið 2016 eru nú komnir í heimabanka félagsmanna þar sem hægt er að finna þá í valgreiðslukröfum. Félagsgjaldið er kr. 2.000 en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist á heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild.

Átta Íslandsmótstitlar, 2 Íslandsmeistaratitlar og eitt Íslandsmet hjá stelpunum í SA í listhlaupi á Íslandsmótinu um helgina

Það má með sanni segja að SA stelpurnar hafi staðið sig vel á ný liðnu Íslandsmóti ÍSS, átta gullverðlaun, þrenn silfurverlaun og eitt bronz. Tilþrifin voru glæsileg og allar stúlkurnar okkar voru félaginu til sóma.