Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkaður í 16.000 kr

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var á dögunum hækkaður og verður 16.000 krónur fyrir árið 2016. Þetta eru gleðitíðindi fyrir forráðamenn allra iðkennda yngri en 18 ára þar sem styrkurinn nýttist upp í æfingargjöld hjá Skautafélaginu.

SA Víkingar stigalausir á nýju ári en Ynjur og 2. flokkur með fullt hús.

SA Víkingar voru enn í jólafríi þegar þeir tóku á móti Bjarnarmönnum í gærkvöld en Björninn vann leikinn auðveldlega, lokatölur 8-5. Ynjur unnur Björninn í fyrri leik kvöldsins 10-0 í Hertz deild kvenna og minnkuðu muninn í Ásynjur. Sama markatala var í 2. flokki þar sem Björninn mæti ekki til leiks og okkar menn fengu því stigin gefins og markatöluna 10-0.

BREYTTUR LEIKTÍMI! SA Víkingar og Ynjur mæta Birninum í dag

SA Víkingar mæta Birninum í Hertz deildinni í dag, sunnudaginn 3. janúar en leikurinn hefst kl 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikur dagsins verður hinsvegar Ynjur - Björninn í Hertz deild kvenna en leikurinn hefst kl 16.30.

Skautafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skautafélag Akureyrar og allar deildir innan þess fengu í kvöld afhent viðurkenningarskjöl um endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Formaður Skautafélagsins og formenn deilda tóku á móti skjölunum á Áramótamóti krulludeildarinnar úr hendi Viðars Sigurjónssonar umsjónarmanni verkefnisins.

Fjölskylduskautun listhlaupadeildar á gamlársdag

Hin árlega fjölskylduskautun listhlaupadeildar á gamlársdag verður frá klukkan 10.15 - 11:45.

Akureyrarmótið í listhlaupi 2015

Akureyrarmótið í listhlaupi 2015 fór fram þann 28. desember.

Ásynjur fara inn í nýja árið á toppnum

Það var hart barist í gærkvöld þegar Ásynjur tóku á móti Ynjum í lokaleik Hertz deildarinnar þetta árið en Ásynjur sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu með nokkuð sannfærandi hætti.

Myndir frá jólaskemmtun Hokkídeildar

Íshokkídeildin hélt jólaskemmtun á síðustu æfingu yngri iðkenndanna deildarinnar fyrir jól en foreldrum var boðið á æfinguna og spreyttu sig í leik við börnin. Í gærkvöld var svo opið Jóladiskó fyrir alla iðkenndur hokkídeildar og þó jólasveinarnir hafi ekki látið sjá sig þá mættu leikmenn SA Víkinga á ballið.

Þakkir til Samherja

Síðastliðin sunnudag var haldin mikil veisla í boði Samherja í húsnæði Útgerðarfélags Akureyrar þar sem annarsvegar var kynnt til sögunnar glæsileg nýbygging félagins og hinsvegar veitir styrkir úr Samherjasjóði. Skautafélag Akureyrar fékk rausnarlegan styrk og vill félagið koma fram bestu þökkum til forsvarsmanna Samherja og Samherjasjóðsins fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Ásynjur - Ynjur þriðjudagskvöld kl 19.30

Ásynjur mæta Ynjum annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst tvisvar áður í vetur og unnið sitthvorn leikinn en báðir enduðu þeir með sömu markatölu, 3-2. Ásynjur leiða deildina með 21 stig eftir 8 leiki spilaða en Ynjur fylgja fast á hæla þeirra með 17 stig og 7 leiki spilaða. Það er skyldumæting í höllina annað kvöld enda bókuð skemmtun þar sem dramatíkin ræður ríkjum og ekki ósennilegt að úrslitin ráðist ekki fyrr en í blálokin.