08.12.2016
Það var hart barist á svellinu í gær þegar Ynjur tóku á móti Ásynjum í sannkölluðum Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þetta var önnur viðureign þessara tveggja liða sem Skautafélag Akureyrar teflir fram í deildinni og fyrirfram gert ráð fyrir hörkuleik. Ynjur hafa setið á toppi deildarinnar með sigra í öllum sínum leikjum en Ásynjur þar á eftir með aðeins eitt tap, einmitt gegn Ynjunum í síðasta leik liðanna. Þegar liðin mættust síðast unnu Ynjur 5-3 í hröðum og æsispennandi leik og því var ekki við öðru að búast enn að þessi viðureign yrði jafn spennandi enda vitað að Ásynjur vildu hefna fyrir síðasta tap.
07.12.2016
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði í gær á Santa Claus Cup 2016 sem er alþjóðlegt mót sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Ísold keppti þar á móti 27 öðrum 10 ára stúlkum og átti góða keppni en mestu samkeppnina fékk hún frá stelpum frá Ítalíu og Georgíu. Ísold hefur þar með unnið allar þrjár keppnirnar sem hún hefur tekið þátt í erlendis á þessu tímabili.
05.12.2016
Ynjur mæta Ásynjum í Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna annað kvöld, þriðjudaginn 6. desember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur eru efstar í deildinni ósigraðar með 18 stig eftir 6 leiki en Ásynjur sitja í öðru sæti deildarinnar með 9 stig eftir 4 leiki spilaða. Leikir liðanna eru alltaf frábær skemmtun og eitthvað sem íshokkíáhugafólk má hreinlega ekki missa af.
04.12.2016
Þá er seinni degi Íslandsmóts/Íslandsmeistaramóts ÍSS lokið. Stúlkurnar okkar stóðu sig allar gríðarlega vel og eignuðumst við 2 Íslandsmótsmeistara til viðbótar í dag, Þær Freydísi Jónu Jing og Evu Björgu og einn Íslandsmeistara, hana Mörtu Maríu. En ekki er talað um Íslandsmeistaramót hjá barnaflokkum hjá Skautasambandinu.
03.12.2016
Þá er fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið. Stelpurnar okkar stóðu sig með miklum sóma í dag. LSA eignaðist 2 Íslandsmótsmeistara í dag þær Katrínu Sól í 10 ára og yngri B og Júliu Rós í 12 ára og yngri B.
01.12.2016
Íslandsmótið í íshokkí í 4. flokk heldur áfram um helgina en leikið verður í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag. Mótið er annað mótið af þremur sem telja til Íslandsmótsins og senda öll félögin tvö lið til keppni. Dagskrá mótsins má sjá hér.
29.11.2016
Það er fríður hópur stúlkna á leið á Íslandsmótið í Listhlaupi sem verður haldið í Egilshöll um næstu helgi.
28.11.2016
Ynjur tóku á móti Birninum frá Reykjavík í Hertz deild kvenna í gær. Leikurinn fór rólega af stað en mikið hitnaði í kolunum þegar á leið og ætlaði allt upp úr að sjóða um miðbik leiksins. Tvö mörk voru dæmd af og sextán tveggja mínútna dómar gefnir. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur og endaði hann með öruggum 7-1 sigri Ynja.
26.11.2016
Ísold Fönn sigraði sinn flokk á Skate Celje í gær með nýtt prógram og nýju stigameti í European Criterium mótaröðinni.
21.11.2016
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er um þessar mundir við æfingar og keppni í Slóvakíu. Hún tók um helgina þátt í sterku móti fyrir Íslandshönd í Slóvakíu og sigraði hún flokk 10 ára stúlkna með 42.24 stig.