SA Ynjur taka á móti Ásynjum þriðjudagskvöld kl 19.30

Ynjur Skautafélags Akureyrar taka á móti Ásynjum í Hertz-deild kvenna þriðjudagskvöldið 11. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið eru ósigruð það sem af er tímabili og því um toppslag að ræða. Liðin eru nú algjörlega sjálfstæð en búið er að afnema lánsregluna svo liðin verða ekki sameinuð í úrslitakeppni og geta því mögulega mæst innbyrðis í úrslitakeppni í ár. Engin aðgangseyrir á leikinn.

SA Ynjur sigruðu SR

Skautafélag Reykjavíkur tók á laugardagskvöld á móti Ynjum Skautafélags Akureyrar, en er þetta í annað sinn í vetur sem þessi lið mætast. Síðasta viðureign var mjög jöfn og náðu Ynjur aðeins að knýja fram sigur á lokamínútum leiksins. Að þessu sinni voru Ynjur þó með yfirhöndina allan leikinn og urðu lokatölur 3-9 Ynjum í vil.

Tímataflan hjá listhlaupinu hefur verið uppfærð.

Tímataflan hjá listhlaupinu hefur verið uppfærð. Hana er að finna vinstra megin á listhlaupasíðunni, einnig er linkur á hana hér að neðan.

SA Víkingar steinlágu gegn Birninum

SA Víkingar mættu Birninum í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri en Bjarnarmenn unnu stórsigur, lokatölur 2-8. Björninn sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn hafa nú unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 6 mörkum og líta svakalega vel út í byrjun tímabils. SA Víkingar sitja hinsvegar í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig.

SA Víkingar - Börninn þriðjudagskvöld kl 19.30

SA Víkingar mæta Birninum þriðjudagskvöldið 4. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.

Ásynjur skelltu Birninum

Björninn tók á móti Ásynjum Skautafélags Akureyrar í gær í fyrsta leik liðanna í Hertz-deild kvenna. Þrátt fyrir að Ásynjur hafi stjórnað leiknum mest allan tímann þá spiluðu Bjarnarkonur þétta vörn í byrjun og náðu Ásynjur ekki að skora fyrr en undir lok fyrstu lotu. Þar var á ferðinni Rósa Guðjónsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á sömu mínútunni. Rósa átti stórgóðan leik en þetta var hennar fyrsti leikur eftir 6 ára fjarveru vegna meiðsla. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrstu lotu og endaði hún því 0-2 Norðankonum í vil.

Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti

Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti í Tallinn í Eistlandi og stóð hún sig með miklum sóma.

HM Kvenna í Skautahöllinni á Akureyri 27. febrúar – 5 mars

Nú er það ljóst að Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild verður haldið á Akureyri daganna 27. Febrúar – 5. Mars 2017. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Skautafélagið sem fagnar einmitt 80 ára afmæli á árinu 2017 og því kærkomin afmælisgjöf fyrir félagsmenn og bæjarbúa. Jafnframt er þetta langstærsti viðburður sem haldin hefur verið í Skautahöllinni á Akureyri og frábært fyrir félagið og bæinn að fá að halda eins stórt mót og heimsmeistaramótið er.

Emilía Rós á Junior Grand Prix í Tallinn í Eistlandi

Emilía Rós Ómarsdóttir tekur þessa dagana þátt á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi.

Tímatafla í gildi þessa viku

Þar sem að Daniel er fjarverandi þessa viku, er aðeins breytt tímatafla.