13.12.2015
Þau Elise Marie Väljaots og Björn Már Jakobsson hafa verið útnefnd íshokkífólk ársins 2015 hjá SA. Þau voru heiðruð á svellinu fyrir leikinn gegn SR í gærkvöld. Skautafélag Akureyrar óskar þeim til hamingju með nafnbótina.
13.12.2015
Annarflokkur SA vann 8-1 sigur á liði SR í gær en liðin mættust svo aftur nú í morgun og þá urðu lokatölur 10-5 SA í vil.
13.12.2015
Ásynjur lögðu SR í gærkvöld með tíu mörkum gegn engu en liðin mættust aftur nú í bítið og þá urðu lokatölur 3-2 Ásynjur í hag eftir dramatískar lokasekúndur í venjulegum leiktíma þar sem jöfnunarmark Ásynja kom á síðustu sekúndu leiksins.
11.12.2015
Bæði Ásynjur og 2. flokkur leika tvíhöfða gegn liðum SR um helgina þar sem leikið verður á laugardag og sunnudag. Allar æfingar hokkídeildar falla því niður vegna þessa fyrir hádegi á laugardag og sunnudag.
10.12.2015
Höfum fengið nokkur boð um opin krullumót út um allan heim.
09.12.2015
Önnur umferð var leikin sl. mánudag
09.12.2015
Enn á ég til þessar frábæru og bestu skautatöskur einlitar og munstraðar.
08.12.2015
Þrátt fyrir leiðinlegt veður var mæting á laugardaginn nánast fullkomin þegar fram fór síðasta innanfélags mót haustsins í 4/5 flk. deild. Í bronsleiknum sigruðu Appelsínugulir Græna 7-3 og um gullið spiluðu Rauðir og Svartir sem endaði með 8-4 sigri Rauðra.
07.12.2015
Vegna tilkynningar frá Almannavörnum Ríkisins þar sem fólk er beðið að vera ekki á ferðinni eftir kl. 17:00 í dag höfum við ákveðið að loka Skautahöllinni líkt og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar frá og með kl. 16:00.
07.12.2015
Önnur umferð mótsins er áætluð í kvöld