17.10.2015
Sigurganga SA stúlkna hélt áfram á fyrri keppnisdeginum á Bikarmóti ÍSS í Egilshöllinni í dag. Eftir fyrri keppnisdaginn eigum við 6 bikarmeistara og 1 silfurverðlaunahafa. Auk þess sem nokkur persónuleg met féllu.
Í fyrsta lagi má nefna afrekið hennar Evu Bjargar. Hún sigraði í stúlknaflokki B með 34. 40 stig, það gerði hún þrátt fyrir að tónlistinn hennar hafi stöðvast eftir um 2 mínútur og skautaði hún því seinni hluta prógrammsins án tónlistar. Áhorfendur hvöttu hana áfram til enda með taktföstu lófataki. Jafnframt má nefna frábæran árangur hjá Ísold Fönn í 10 A en hún sigraði sinn flokk með miklum yfirburðum og hlaut hún 38.89 stig. Marta María stóð sig einnig griðarlega vel í Stúlknaflokki A, hún skautaði með nýtt prógramm í stutta í dag og fékk hún 28.31 stig og er hún í 1. sæti eftir stutta prógrammið. Ásdís Arna Fen stendur önnur eftir stutta með 25.68 stig og Aldís Kara er þriðja með 25.09. Aldís Kara skautaði mjög vel í dag og er með mikla bætingu frá síðasta móti. Emilía Rós stendur þriðja eftir stutta prógrammið í Unglingaflokki A og Elísabet Ingibjörg sjötta.
Keppnin heldur áfram á morgun og hefst hún með keppni í flokki 12 ára og yngri B. Bikarmótinu lýkur svo á morgun með keppni í frjálsa prógramminu hjá stúlknaflokki A og Unglingaflokki A
16.10.2015
Þá er komið að Bikarmóti ÍSS sem verður að þessu sinni haldið í Egilshöll. Opinber æfing (official practice) fyrir stutta prógrammið hefst í dag klukkan 19:15 hjá Novice A og Junior A. Keppnin hefst svo á laugardagsmorgun klukkan 8:00 með keppni í flokki 8 ára og yngri B.
14.10.2015
SA Víkingar þurftu að sæta sig við eitt stig úr leik sínum gegn SR í gærkvöld en SR fékk tvö stig eftir sigur í vítakeppni. SA missti niður 3-1 forskot í jafntefli í venjulegum leiktíma þar sem SR jafnaði leikinn þegar aðeins 38. sekúndur voru eftir.
12.10.2015
Alþjóðlegi stelpuhokkídagurinn sem var haldinn í þriðja sinn í gær gekk frábærlega en þangað mættu yfir 30 stelpur til þess að prófa íshokkí en heildarfjöldi stúlkna á ísnum var hátt í 70 þegar mest var.
12.10.2015
Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl 20:00 í fundarherberginu á svölum Skautahallarinnar.
12.10.2015
SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur þriðjudaginn 13. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst tvívegis á tímabilinu og hefur SA haft betur í bæði skiptin. SA situr í öðru sæti deildarinnar með 10 stig en SR í því fjórða með 4 stig en þeir náðu í sinn fyrsta sigur í deild í síðasta leik.
11.10.2015
Leikinn var svokallaður "Tvíhöfði" í 2.flokki hér um helgina.
09.10.2015
Krulluvertíðin hófst loksins af alvöru sl. mánudag þegar Akureyramótið byrjaði.
08.10.2015
Hér er að finna breytingar sem verða á tímatöflunni hjá listhlaupinu á næstunni. Bæði vegna skipta við Hokkýið og vegna undirbúnings fyrir Bikarmót ÍSS.
06.10.2015
Stelpuhokkídagurinn verður haldinn sunnudaginn 11. október milli kl. 13-15 í Skautahöllinni á Akureyri. Frítt fyrir stelpur á öllum aldri að koma og prófa íshokkí! Reyndir leiðbeinendur og landsliðskonur verða á svellinu til að kenna undirstöðuatriðin en hægt er að fá skauta, hjálma og kylfur á staðnum án endurgjalds. Endilega bjóðið systrum ykkar, frænkum og vinkonum að koma á þennan skemmtilega viðburð og prófa íshokkí.