Fyrsta innanfélagsmótið í vetur

Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í íshokkí hjá 4., 5. og 6. flokki. Mótin verða á dagsrká mánaðarlega, að minnsta kosti fram að áramótum. Skipt var í tvær deildir, annars vegar 4. flokk og hins vegar 5. og 6. flokk. Skipt var í þrjú lið innan hvorrar deildar.

Akureyri: Helgarmót í 4. flokki

Fyrsta helgarmótið hjá 4. flokki á þessari leiktíð fer fram í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina, laugardaginn 22. september og sunnudaginn 23. september.

Móts-Dagskrá helgarinnar

Um komandi helgi mun fara fram fyrsta mót tímabilsins í 4.flokki.

Víkingar fengu stigin

Leik Víkinga og Fálka var aflýst, Fálkar gáfu leikinn.

Akureyrarmótið í krullu - skráning liða

Skráningu lýkur sunnudaginn 23. september.

Ynjur - SR 4-1 (0-0, 0-0, 4-1)

Ynjurnar úr SA sigruðu lið SR 4-1 í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Eftir markaleysi í fimmtíu mínútur skoruðu Ynjurnar fjögur mörk á rúmum fimm mínútum áður en SR svaraði með marki í blálokin.

Víkingar - SR 10-1 (2-1, 3-0, 5-0)

Víkingar unnu stórsigur á SR-ingum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag, 10-1. Tíu leikmenn Víkinga skoruðu eitt mark hver.

Bikarmót ÍSS

Bikarmót ÍSS verður haldið í Egilshöll 26.-28. október.

Litla hokkíbúðin á Akureyri

Litla hokkíbúðin verður í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Búðin verður í fundarherberginu laugardag kl. 13-16 og sunnudag 14-16 og verður sunnudagurinn helgaður listskautavörum.

Æfingamót fyrir Haustmót ÍSS

Sunnudaginn 16. september kl. 17.15 verður æfingamót listhlaupadeildar fyrir Haustmót ÍSS.