Breyttar æfingar helgina 7-9 okt vegna Haustmóts ÍSS

Það verða breyttir æfingatímar um helgina vegna Haustmóts ÍSS. Flestir A og B keppendur eru að fara suður og keppa en fyrir þá sem ekki eru að fara að keppa eru æfingar eftirfarandi:

Jötnar mæta SR í mfl. karla í Skautahöllinni í kvöld

Jötnar leika sinn fjórða leik í deildinni í kvöld er þeir mæta SRingum. Jötnar sigruðu Húna en töpuðu fyrir Víkingum og Birninum en SR hafa hinsvegar unnið alla sína leiki. Víst er að ekkert verður gefið eftir í kvöld og vel þess virði að mæta og hvetja sitt lið. Leikurin hefst kl. 19,30. ÁFRAM SA.......

Tvímenningur - æfing og upprifjun í kvöld

Framundan er mót í tvenndarleik eða tvímenningi (Mixed Doubles). Reglurnar verða rifjaðar upp í kvöld.

Krulla í beinni

Mót í mótaröðinni Curling Champions Tour í Basel um næstu helgi. Beint í tölvuna þína!

Akureyrarmótið: Þátttökugjald

Liðsstjórar eru minntir á að sjá til þess að lið þeirra greiði þátttökugjaldið í Akureyrarmótinu.

EM í krullu: Tap í lokaleiknum

Litháar kjöldrógu okkar menn í lokaumferðinni. Ísland endaði í fjórða sæti C-keppninnar.

EM í krullu: Magnaður sigur á Pólverjum

Ísland áfram í 2.-4. sæti. Fyrsta tap Pólverja.

Leikir og heimasíða

Líkt og sjá má þá er heimasíðan okkar komin með nýtt útlit. Meðan á þessari yfirfærslu hefur staðið hefur lítið farið fyrir fréttaflutningi á síðunni og það stendur vonandi til bóta þegar flestir verða búnir að læra á hið nýja kerfi.

Nýtt útlit á heimasíðu

Líkt og glöggir notendur hafa tekið eftir þá er komið nýtt útlit á heimasíðu félagsins sem er virkilega ánægjulegt. Meðan á þessu breytingaferli hefur staðið hefur verið heldur rólegt yfir síðunni og vonandi lifnar hún fljótlega aftur til lífsins þegar allir hafa lært almennilega á nýja kerfið.

Akureyrarmótið: Úrslit 2. umferðar

Mammútar með tvo sigra í B-riðli. Óljós staða í A-riðli vegna frestaðra leikja.