Fræðslukvöld ÍSÍ um íþróttameiðsl 19. mars

Næsta fimmtudagskvöld milli 17 og 21 í aðstöðu ÍSÍ verður fræðslukvöld um íþróttameiðsl. Endilega hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á þetta námskeið, bæði þjálfara, iðkendur og aðra áhugasama.

BAUTAMÓTIÐ um næstu helgi

Um næstu helgi fáum við í heimsókn Björninn og SRinga og verður haldið hér á Akureyri 4. og 5. flokks mót í boði BAUTANS sem hefur stutt dyggilega við skautastarfið hjá okkur í SA, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Dagskrá mótsins má nálgast hér efst í valmyndinni til vinstri og er hún birt með fyrirvara um villur og mögulegar breitingar ef eitthvað óvænt kemur uppá.    4. flokks hluti mótsins er 3. og síðasti hluti Íslandsmóts þess flokks og ræðst þar hverjir verða meistarar þetta tímabilið. Þetta er býsna þétt dagskrá allann laugardaginn og til kl.16,00 á sunnudag. Þátttakendafjöldi mun vera um 130 svo þarna verður mikið fjör.   Klukkan 17,00 á sunnudaginn hefst svo 1. leikur í Úrslitum hjá meistaraflokki karla. Þar má bóka hörkuskemmtun þar sem SA og SR mætast.

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2009.

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrr í kvöld.

Úrslitaleikirnir kl. 20:00 í kvöld.

Eins og fram kemur í fréttinni á undan þá eru úrslitaleikirnir einir eftir þar sem ekki þarf að leika þriðju umferðina í undaúrslitunum. Það verða því engir leikir kl. 17:45 eins og áður er auglýst. Úrslitin eru kl: 20:00. 

Leikur um Íslandsmeistaratitilinn  Mammútar geng Víkingum á braut 2 

Leikur um þriðja sætið Garpar gegn Üllevål á braut 3.

Íslandsmótið. Mammútar og Víkingar í úrslit.

Tveimur umferðum í úrslitakeppninni er nú lokið og ljóst að Mammútar og Víkingar leika til úrslita á Íslandsmótinu annað árið í röð. 

Kennsla á teygjuæfingum

5, 6, og 7 hópum hefur verið boðið að læra teygjuæfingar næstu 3 þriðjudaga í Sjallanum.

Viljum við ath hvort áhugi sé hjá 3 og 4 hóp að koma og fræðast aðeins um mikilvægi þess að teygja vel og læra góðar teygjur.

Æfingarnar eru kl 17 næstu 3 þriðjudaga.

þeir sem hafa áhuga á þátttöku sendi tilkynningu á josasigmars@gmail.com

kv Stjórnin

Úrslitakeppni Íslandsmótsins hafin.

Mammútar halda áfram sigurgöngu sinni í mótinu en þeir sigruðu Garpa í kvöld 6 - 2. Víkingar náðu að hefna ófaranna frá síðasta leik við Üllevål og sigruðu örugglega 9 - 2.  Næstu leikir kl 9:30 í fyrramálið laugardag og síðan síðasta umferð kl 17:45.

UPPFÆRT! Breyttar æfingar föstudaginn-sunnudaginn næsta

Búið að breyta æfingum helgarinnar aftur!  - Af óviðráðanlegum orsökum verður að breyta æfingum um helgina lítillega. Við vonumst til að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.

Íslandsmótið.

Vegna ábendingar set ég aftur inn leikjaplanið fyrir Íslandsmótið en menn hafa misskilið hver keppir við hvern eins og þetta var sett upp.
Föstudagskvöld Laugardagur 
kl. 22:00 kl. 17:45 
Braut 2Braut 3Braut 2Braut 3
Mammútar Víkingar Garpar Mammútar 
Garpar ÜllevålÜllevålVíkingar 
Laugardagur Laugardagskvöld úrslitaleikir 
kl. 9:30 kl. 20:00 
Braut 2Braut3Braut 2Braut 3
Mammútar Garpar Lið í 1 sætilið í 3 sæti
ÜllevålVíkingar Lið í 2 sætilið í 4 sæti

Upplýsingar varðandi æfingabúðirnar í sumar!

Hér má finna upplýsingar varðandi undirbúning vegna æfingabúðanna á Akureyri í sumar, sem ætlaðar eru öllum áhugasömum iðkendum í 3.4.5.6. og 7. hóp. Stefnt er að því að búðirnar standi frá þriðjudeginum 4. ágúst (eftir versló) og þar til skólinn hefst! Iveta mun þjálfa frá 10-28. ágúst og Audrey mun sjá um afís. Helga verður í æfingabúðunum, sem fyrr, aðal- og yfirþjálfar deildarinnar. STEFNT ER AÐ ÞVÍ AÐ BÚÐIRNAR VERÐI Á SAMA VERÐI - EN HELST ÓDÝRARI EN Í FYRRA! En þá var heildarverðið á vikunum þremur 45. þúsund krónur! Því fleiri sem taka þátt, því ódýrari verða búðirnar!  Þá er einnig stefnt að því að hafa skautanámskeið fyrir iðkendur í 1. og 2. hóp á tímabilinu, auk byrjendanámskeiðs. En hér má sjá nánar um tilhögunina, en auðvitað birt með FYRIRVARA um breytingar!!