Gleðileg Jól

Skautafélag Akureyrar óskar öllum gleðilegra jóla.

Jóhann Már og Shawlee íþróttafólk hokkídeildar

Í liðinni viku kynnti stjórn hokkídeildar íþróttafólk deildarinnar 2024, Jóhann Má Leifsson og Shawlee Gaudreault. Þau eru vel að titlinum komin, hvort sem litið er til árangurs á ísnum, sem góðir liðsfélagar, fyrirmyndir yngri leikmanna og félagar Skautafélagsins. Þau eru ætíð tilbúin að leggja lið og rétta hjálparhönd ef á þarf að halda fyrir hokkídeildina eða félagið.

Sunna Björgvinsdóttir íshokkíkona ársins

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá hefur Sunna leikið síðustu ár í Svíþjóð en er alin upp hjá Skautafélagi Akureyrar. Sunna er á sínu þriðja tímabili með Södertalje þar sem hún hefur leikið með framúrskarandi árangri. Sunna gerði nýlega samning við Leksand í SDHL deildinni þar sem hún mun spila á lánssamning frá Södertalje og verður þá annar íslenski íshokkíleikmaðurinn sem kemst í að spila í þessari sterkustu íshokkídeild Evrópu.

Sædís Heba Guðmundsdóttir skautakona ársins hjá listskautadeild

Sædís Heba Guðmundsdóttir var krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild á sunnudag í lok glæsilegrar jólasýningar deildarinnar. Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokkí á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu.

SA Víkingar í toppsætið með sigri á Fjölni

Í gær tók karlaliðið okkar á móti Fjölni hér í Skautahöllinni og báru sigur úr býtum, 3 - 2. Leikurinn var frá upphafi jafn og spennandi og hart var barist frammi fyrir fjölda áhorfenda. Loturnar fóru 1 - 0, 2 - 1 og 0 - 0, og SA átti 30 skot á mark á móti 21 skoti frá Fjölni. Fyrsta mark leiksins skoraði Unnar Rúnarsson í power play eftir sendingar frá Óla Badda og Atla Sveins. Fjölnir jafnaði fljótlega í 2. lotu en Atli Sveinsson kom SA yfir eftir "coast to coast" sem byrjaði á sendingu frá markverðinum Róberti Steingrímssyni, sem átti gríðarlega góðan leik í gær. Þriðja markið skoraði svo Marek Vybostok eftir sendingar frá Matthíasi Stefánssyni og Una Blöndal.

Akureyrar- og bikarmótið í fullum gangi.

3. - 4. umferð leikin í kvöld

80 ára afmælishátíð ÍBA í boganum á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni verður slegið upp í íþróttahátíð í Boganum á Akureyri laugardaginn 7.desember. Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.

Skautafélag Akureyrar úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Íslandsmeistaramót ÍSS um helgina.

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.

Akureyrar- og bikarmót

Akureyrar- og bikarmótið heldur áfram.