Æfingabúðir Vika 4

Æfingabúðir Vika 3

Æfingabúðir Vika 2

Æfingabúðir Vika 1

Evrópukeppni 50+ í Greenacres

Curlingnefndin búin að tilkynna þátttöku liðs frá Íslandi. Áhugasamir láti vita.

Afís föstudaginn 11. júlí

Afís verður á morgun kl. 17-18 við skautahöllina.

Foreldrafundur vegna æfingabúða!

Foreldrafundur 9. júlí kl 20:00 í Skautahöllinni um fyrirkomulag æfingabúðanna, mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti!

Enn bætist í 50+ hópinn

Jón Hansen varð fimmtugur þann 28 júní sl.

Smáræði

Einsog við mátti búast hefur fréttaflutningur minnkað á þessari síðu yfir sumartímann. Menn hafa samt ekki setið auðum höndum, fljótlega mun skautaskóli fyrir yngri kynslóðina hefja starfsemi og hvetjum alla foreldra að skoða það. Meistaraflokksmenn hafa verið að æfa sig yfir sumartímann, sumir hafa verið í lyftingum aðrir í knattspyrnu, street-hockey og öðru. Ekki er vitað fyrir víst hvernig meistaraflokkurinn mun líta út á næstu leiktíð en svo mikið er víst að hann mun breytast eitthvað. Heyrst hefur af einhverju svipuðu hjá sunnan liðunum. Ekki er vitað hvort Narfi verði með á næstu leiktíð, en vonum við svo sannarlega að svo verði.

Ef fólk hefur áhuga fyrir erlendu íshokkí, þá mæli ég með þessum síðum.

nhl.com

iihf.com

forums.internationalhockey.net

hockeybuzz.com

eurohockey.net

hockeyarenas.net 

Breyttur tími á afístíma á morgun!

Á morgun  verður breyttur tími á afís.  Yngri iðkendur eða styttra komnir (3. yngri og eldri og yngri iðkendur í 4. hóp) skulu mæta 16:30 í skautahöllina og lýkur æfingunni kl. 17:15. Eldri iðkendur eða lengra komnir (eldri iðkendur í 4. hóp og 5. og 6. hóp) skulu mæta  kl. 17:15 við skautahöllina á hjólum og með hjálm og verður "litli" eyjafjarðarhringurinn hjólaður. Þeir sem af einhverjum ástæðum ekki treysta sér að hjóla svo langt skulu mæta með yngri eða styttra komnum kl. 16:30. Þeir sem treysta sér í að hjóla hringinn skulu muna eftir að koma með vatnsbrúsa með sér, gott líka að koma með orkudrykk. Klæðið ykkur eftir veðri og munið a mæta í góðum íþróttafötum.