Breyting á tímasetningu; AÐALFUNDUR hokkídeildarinnar

Verður haldinn hér í Skautahöllinni EKKI Á næsta fimmtudag 1. mai kl. 20,00. Heldur MÁNUDAGINN 5. MAI KL: 20,00 Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hafa skoðanir á málum. Þetta er rétti vettvangurinn til að koma með tillögur eða gagnrýni. Sjáumst sem flest.  kv......stjórnin

Bikarinn Norður!!!!!!!!!!!!!!!!!

Í kvöld fimmtudag kl21:00 mun Skautafélag Akureyrar taki á móti Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki. Við hvetjum fólk að mæta og fagna þessu með okkur, enda hefur biðin eftir tiltlinum verið alltof löng og er hann nú loksin kominn "heim". Kveðja Meistaraflokksmenn!!!

Ice Cup - þátttakendur af fimm þjóðernum

Þátttakendur á Ice Cup verða af fimm þjóðernum, koma frá Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku, Hollandi og Íslandi. Þrír af erlendu keppendunum eru að koma á Ice Cup í þriðja sinn.

Síðasta æfing fyrir Ice Cup

Krulluæfing á hefðbundnum tíma í kvöld. Síðustu forvöð að æfa sig fyrir átökin í Ice Cup.

Off Ice Training

If you are interested in receiving an off ice training program for the summer please come tomorrow Thursday the 24th. 3rd Flk (next years players only) come at 19:30/2nd Flk and Mesitara Flk come at 20:15

The Cup is Coming Home!

Thursday night, the 24th, Meistara flk are to come at 2100 for scrimmage and to receive the medals and trophy!

Fyrri dómur úr 1. leik úrslitakeppninnar hefur nú verið staðfestur

Áfrýjunadómstóll ÍSÍ staðfesti í dag fyrri dóm ÍSÍ sem var á þá leið að Skautafélag Reykjavíkur hefði telft fram sem ólöglegum leikmanni, Emil Allengard, eftir að Íshokkísamband Íslands hafði hafnað leikheimild honum til handa þar sem það væri andstætt lögum og reglugerðum sem fara bæri eftir við úthlutun slíkra leikheimilda. Dóm ÍSÍ má lesa hér og áfrýjunardóminn hér. Á fimmtudagkvöldið næsta mun Meistaraflokkur SA verða í fullum skrúða á svellinu hér í Skautahöllinni á Akureyri og veita viðtöku BIKARNUM sem verið hefur í gíslingu í Laugardalnum frá því að sigur vannst Sunnudaginn 30. mars síðastliðinn.

Marjomótið í krullu: H2 sigraði

H2 og Víkingar léku til úrslita á Marjomótinu í gærkvöld. H2 sigraði, 8-3. Liðsmenn fóru beint af botni Íslandsmótsins á topp Marjomótsins.

Foreldrafundur 3.-6 hóps FÖS 23.ap kl:18

Stjórn Listhlaupadeildar SA stendur fyrir fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda í 3. eldri, 3. yngri, 4.5. og 6.hóp föstudaginn 25 apríl kl:18, í fundarherberginu í skautahöllinni.  Fundarefnið er skautamaraþon sem haldið verður helgina 3.-4 maí, söfnun áheita vegna maraþonsins og skautabúðir sem verða í sumar.

 Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti

 kv.

Hilda Jana Gísladóttir
Formaður Listhlaupadeildar SA
hildajana@gmail.com

Vorsýningin Vorgleði!

Sunnudaginn 27. apríl verður haldin vorsýning listhlaupadeildar sem að þessu sinni ber heitið Vorgleði. Sýningin hefst kl. 17. Á sýningunni koma fram allir flokkar deildarinnar og sýna afrakstur vetrarins. Iðkendur yngri flokka hafa nú þegar fengið bréf heim með upplýsingum t.d. varðandi búninga og er sama bréf að finna hér neðar á síðunni. Eldri flokkar hafa fengið munnlegar upplýsingar varðandi búninga. Generalprufa verður laugardaginn 26. apríl milli 11 og 13 fyrir alla flokka.