Æfingartími breytist tímabundið hjá A og C hópum

Æfingar C-hópa samkvæmt tímatöflu nema næstu tvo laugardaga 16 og 23 okt mætir C2 kl:10.40 og C1 kl: 11.00. Næsta þrijudag 19 okt er morgunæfing hjá C1 og C2 kl: 06.15-07.30.

Breytingarnar hjá A hóp er:

Fimmtudagana 14 og 21 okt ís kl: 15.10-16.00, afís 16:10-17.30

Laugardagana 16 og 23 okt 10.00-11.05 afís (varanleg breyting í tímatöflu)

Sunnudagana 17 og 24 okt 17.15-18.55 ís

Þriðjudaga 16.00-17.30 afís, Laugargata (varanleg breyting)

 

Akureyrarmótið: Frestaður leikur

Í kvöld verður leikinn frestaður leikur úr 1. umferð  Akureyrarmótsins. Riddarar og Mammútar eigast við.

Valkyrjur unnu með 7 mörkum gegn 6 Ynjanna.

Mörk og stoð Valkyrjur, Hrund Thorlacíus 2/2, Sarah Smiley 2/0, Guðrún Arngímsd. 2/0, Linda Brá Sveinsd. 1/, Guðrún Blöndal 0/1
Refsimínútur, 2
Mörk og stoð Ynjur, Diljá Sif Björgvinsd. 1/1, Védís Áslaug Valdemarsd. 1/1, Sylvía Rán Björgvinsd. 1/0, Kristín Björg Jónsdóttir 1/0, Díana Mjöll Björgvinsd. 1/0, Katrín Hrund Ryan1/0
Refsimínútur, 0

Ynjur og Valkyrjur mætast í kvöld

Í kvöld mætast heimaliðin Ynjur og Valkyrjur í Skautahöllinni kl. 19:30.   Fyrir þá sem ekki vita þá eru Ynjur skipað yngri leikmönnum og SA og Valkyrjur eldri leikmönnum.  Leikurinn verður væntanlega skemmtileg innanfélagsviðureign sem eykur leikreynslu og styrkir liðin í komandi átökum við sunnanliðin.

Akureyrarmótið: Tvö lið eiga möguleika

Fífurnar standa best að vígi eftir næstsíðustu umferðina en Riddarar og Víkingar geta náð þeim að stigum. Víkinga vantar nokkra sentímetra upp á að eiga möguleika á fyrsta sætinu. 

Akureyrarmót: Þátttökugjald

Greiða þarf þátttökugjaldið í síðasta lagi fyrir lokaumferðina. Næsta mót, Gimli Cup, hefst 1. nóvember.

Úrslit helgarinnar

Víkingar og Ynjur héldu til Egilshallar á laugardaginn og áttu þar misjöfnu gengi að fagna.  Víkingar byrjuðu á að leggja Björninn með 5 mörkum gegn 3.  Sá leikur var nokkuð skemmtilegur, jafn framan af og hraður þó ekki hafi hann verið mjög áferðar fallegur.  Andrarnir Már og Freyr komu Víkingum fljótlega í 2 - 0 en Matthías Sigurðsson minkaði muninn fyrir lok lotunnar.  Bjarnarmenn bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í 2. lotu og höfðu þar með breytt stöðu sinni frá því að vera tveimur mörkum undir yfir í eins marks forystu, 3 - 2. 

 

Akureyrarmótið: Fjórða umferð

Fjórða umferð Akureyrarmótsins verður leikin í kvöld, mánudagskvöldið 11. október.

Akureyrarmótið: Litið til baka

Víkingar hafa oftast unnið Akureyrarmótið, Skytturnar oftast unnið til verðlauna.

Leikir helgarinnar

Helgin verður fjörleg að vanda og mikið verður um að vera hjá leikmönnum Skautafélags Akureyrar.  Á heimavígstöðvunum verður líflegt því fyrsta umferð Íslandsmóts 3.flokks verður á Akureyri.  Helmingur meistaraflokkanna verður svo á faraldsfæti því Víkingar og Ynjur munu halda suður yfir heiðar og etja kappi við Bjarnarfólkið.  Karlpeningurinn ríður á vaðið og hefst leikurinn kl. 16:30 og stelpurnar svo strax á eftir.  Víkingar og Björninn mættust fyrir tveimur vikum og lauk með sigri okkar en þeir síðarnefndu hafa síðan unnið Jötna og tapað fyrir SR.

Ynjurnar eru að spila sinn fyrsta leik í vetur og það verður því forvitnlegt að fylgjast með þeim leik.  Ynjurnar komu á óvart í fyrra og náðu að stela nokkrum stigum af hinum liðunum.  Gera má ráð fyrir því að liðið hafi styrkst á milli ára, ungu stelpurnar eru nú reynslunni ríkar og árinu eldri.