Karfan er tóm.
Þeir skautarar sem ÍSS hefur valið sem Landslið ÍSS til keppni erlendis á haustmánuðum eru eftirtaldir skautarar: (Í stafrófsröð) sjá www.skautasamband.is
Agnes Dís Brynjarsdóttir Skautafélaginu Birninum
Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur
Júlía Grétarsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur
Nadia Margrét Jamchi Skautafélagi Reykjavíkur
Vala Rún B. Magnúsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur
Þuríður Björg Björgvinsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur
1. varamaður:
Urður Ylfa Arnardóttir Skautafélagi Akureyrar
Hæ, nú getum við fengið úti kerti til að selja til fjáröflunar v / keppnisferða eða æfingabúða. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að láta mig vita í síðasta lagi laugardaginn 23. október. Það eru 2 kerti í pakka eins og við vorum með í fyrra og 14 x 2 í kassa. Allt kostar peninga og því fyrr því betra að byrja að safna fyrir næstu æfingabúðir.
Allý / allyha@simnet.is -
Víkingar lágu fyrir SRingum í gærkvöldi en þetta var fyrsta viðureign liðanna í vetur. Sjá má frétt á vef ÍHÍ um leikinn.
Þeir foreldrar sem eru með ávísanir frá Akureyrarbæ og ætla að nýta sér þær uppí æfingagjöldin þurfa að koma þeim í síðasta lagi til gjaldkera föstudaginn 22. október n.k.
Sendist á:
Samvirkni
b/t Hólmfríður
Hafnarstræti 97. 5.hæð
600 Akureyri
Þar sem nú eru tvö mót framundan hér á Akureyri hjá LSA óskar foreldarfélgið eftir liðsinni foreldra með þeim hætti að leggja til bakkelsi í kaffisöluna á mótum þessum. Sunnudaginn 31. október verður Frostmótið fyrir A, B og C keppendur og síðan strax helgina á eftir, þ.e. 6.-7. nóvember, verður Bikarmót ÍSS fyrir A og B keppendur. Leggjum við áherslu á að fá skúffukökur, kleinur eða pönnukökur, allt eftir því hvað hentar fólki.
Þeir sem geta lagt okkur lið endilega látið vita með tölvupósti í netfangið h1@talnet.is eða til Hermanns í síma 893 0056. Því fyrr því betra.