Páskafrí iðkenda LSA

Páskafrí LSA verður dagana 29. mars til 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 7. apríl. Við minnum A og B iðkendur á páskaæfingabúðir LSA en nánari upplýsingar um þær er að finna á heimsíðunni. Iðkendum í C1, 2, 3 og 4 verður boðið á æfingar í páskafríinu en þá tíma er einnig hægt að nálgast í tímatöflu páskaæfingabúða.

Páskaæfingabúðir LSA

Í páskafríinu ætlar LSA að halda litlar æfingabúðir fyrir A og B iðkendur sína og einnig hefur iðkendum Bjarnarins og SR verið boðið að taka þátt. Æfingabúðirnar munu hefjast mánudaginn 29. mars og lýkur 2. apríl. C iðkendum verður einnig boðið á æfingar í páskafríinu. Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke munu sjá um æfingarnar bæði á ís og afís hjá A og B iðkendum. Aðaláherslan verður á Grunnpróf ÍSS. Tímatöflu má sjá undir lesa meira. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að senda skráningu á helgamargretclarke@gmail.com, þessar æfingabúðir eru innifaldar í æfingagjöldum iðkenda LSA en mikilvægt er að fá skráninguna svo hægt sé að hópaskipta. Vinsamlega sendið inn skráningu fyrir fimmtudaginn 25. mars.

HM í listhlaupi 2010 - Torino

Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar deildarmeistarar

Lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Mammútar eru deildarmeistarar annað árið í röð. Garpar, Víkingar og Fífurnar fylgja þeim í úrslitin.

Kvennaleikur á morgun, yngri gegn eldri

Á morgun þriðjudag kl. 19:00 mætast yngra og elda kvennalið SA í Skautahöllinni á Akureyri.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa þær eldri borið sigur úr býtum í þrjú skipti en þær yngri höfðu sigur í vítakeppni í einni viðureigninni.  Þær eldri eru með 13 stig eftir 8 leiki en þær yngri eru með 3 stig eftir 8 leiki.

Morgunístími og Laugargata

Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.

Íslandsmótið í krullu 2002-2009, fróðleikur og tölfræði

Fyrsta Íslandsmótið í krullu hófst á Akureyri 11. febrúar 2002. Þegar mótinu 2010 lýkur verða leikirnir samtals orðnir 344. Sigurgeir Haraldsson hefur oftast alls krullufólks orðið Íslandsmeistari.

Íslandsmótið í krullu: 14. umferð

Fjórtánda umferð Íslandsmótsins, lokaumferð deildarkeppninnar, fer fram í kvöld.

Vel heppnuðu kvennamóti lokið

Kvennamótinu lauk á laugardagskvöldið á leik Hákarlanna og Snákanna en það var sjötti og síðasti leikur mótsins.  Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og segja má að mjög vel hafi tekist með að raða niður í lið, því öll liðin þrjú voru jöfn að styrkleika.  Leikmönnum úr öllum liðum og á öllum aldri var raðað saman í þrjár línur í hverju liði og séð var til þess að jafnar línur mættust með reglubundnum skiptingum.

Tomorrow, Monday March 22nd there will be practice for 3 flk 1900-2000. Tuesday March 23rd MFL and 2 flk will practice together around 2100 after the women's Junior vs. Senior game.