14.09.2012
Litla hokkíbúðin verður í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Búðin verður í fundarherberginu laugardag kl. 13-16 og sunnudag 14-16 og verður sunnudagurinn helgaður listskautavörum.
14.09.2012
Sunnudaginn 16. september kl. 17.15 verður æfingamót listhlaupadeildar fyrir Haustmót ÍSS.
13.09.2012
Laugardaginn 15 sept. kemur litla hokkíbúðin heimsókn. Búðin verður staðsett uppi í fundarherbergi í skautahöllinni milli kl. 13:00 - 16:00. Laugardagurinn verður ætlaður hokkíbúnaði en á sunnudeginum verður lögð áhersla á listhlaup kl. 14:00 - 16:00.
Áfram S.A.
13.09.2012
Skautahöllin á Akureyri, laugardaginn 13. október.
Kl. 16.30: Jötnar - Fálkar, mfl. kk.
Kl. 19.30: Ásynjur - SR, mfl. kvk.
12.09.2012
Skautahöllin á Akureyri, þriðjudaginn 18. september kl. 19.30, mfl. karla: Víkingar - Fálkar
12.09.2012
Það verður krulluæfing kl. 21 í kvöld. Kanadísk hjón koma í heimsókn og taka leik með okkur.
11.09.2012
Vegna þess að ekki gefst tækifæri til að halda innanfélagsmót hér heima fyrir fyrsta ÍSS mótið, sem verður helgina 29-30 september, þá höfum við ákveðið að hafa æfingamót sunnudaginn 16. september n.k. kl 17:15 (á æfingatíma 1. og 2. hóps).
Þetta verður nokkurskonar generalprufa fyrir stelpurnar þar sem þær koma í kjólum og greiddar eins og um mót væri að ræða og fara í gegnum prógrömmin eins og á alvöru móti. Það verða engir dómarar en Iveta mun fylgjast með og fara svo í gegnum með stelpunum hvað var vel gert og hvað þær geta bætt.
11.09.2012
Pítsuveisla og krullæfing mánudaginn 17. september. Akureyrarmótið hefst mánudaginn 24. september.
11.09.2012
Laugardaginn 15. september verður sannkölluð hokkíveisla í höllinni - tveir meistaraflokksleikir í boði og engin afsökun fyrir því að mæta ekki og hvetja liðin okkar. Athugið: Breyting á kvennaleiknum, Ynjur spila við SR (ekki Ásynjur).
10.09.2012
Víkingar byrjuðu Íslandsmótið af krafti og náðu þriggja marka forskoti gegn Birninum í fyrsta leik Íslandsmótsins, en Bjarnarmenn svöruðu með fjórum mörkum. Lokatölur 4-3.