Gimli mótið 2015

Leikir kvöldsins

Ásynjur vs Björninn 3:1 & 2.flokkur SA vs Björninn 3:4

Að venju voru leikirnir sendir út á SA TV og teknir upp um leið. Þeir eru nú komnir upp á vimeo og hér fyrir neðan má finna slóðina á þá.

SA Víkingar – SR, 7-4

Víkingar unnu góðann sigur á sterku liði SR í gærkvöld, lokatölur 7-4. Aðeins 7 stig skildu liðin að fyrir leikinn í gær en baráttann um sæti í úrslitakeppninni er gríðarlega hörð. Leikurinn var opinn og skemmtilegur, mikið af mörkum og falleg tilþrif. Að venju er leikurinn kominn upp á vimeo, http://www.ihi.is/is/upptokur .

SA Víkingar – Björninn 8-1

Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Íþróttamaður SA 2014 heiðraður

Emilía Rós Ómarsdóttir var heiðruð síðastliðið mánudagskvöld í félagsherbergi Skautafélagsins en hún var á dögunum valinn íþróttamaður Skautafélags Akureyrar 2014. Sigurður Sigurðsson afhenti Emilíu farandbikar við tilefnið en í bikarinn eru grafin nöfn allra þeirra sem hlotið hafa nafnbótina íþróttamaður Skautafélags Akureyrar. Henni var einnig afhentur verðlaunargripur til eignar og blóm.

IceCup 2015

IceCup 2015 verður haldið 29. apríl – 2. maí.

Íslandsmótið 2015

Reiknað er með að undankeppni Íslandsmótsins hefjist 2 mars.

Gimli mótið 2015

Fyrsta umferð Gimli mótsins fór fram á mánudagskvöld

Birna með tvennu í sigri Ásynja

Ásynjur báru sigurorð af SR í leik helgarinnar, lokatölur 3-1. Fyrirfram var búist við nokkuð auðveldum sigri Ásynja en annað kom á daginn þar sem SR liðið spilaði virkilega vel og gerði sterku lið Ásynja erfitt fyrir.

Styrkveiting frá Norðurorku

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar hlaut nýverið styrk frá Norðurorku en Norðurorka úthlutar styrkjum til samfélagsverkefna árlega. Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður skautafélagsins tók við styrknum fyrir hönd sjóðsins á athöfn sem haldin var í matsal Norðurorku. Stjórn sjóðsins þakkar Norðurorku fyrir styrkinn og mun sjá til þess að hann skili sér til góðra verkefna hjá Skautafélaginu.