28.03.2013
SA Víkingar enduðu tímabilið með tilþrifum þegar þeir lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með 4-0 sigri á Birninum í oddaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Lars Foder skoraði þrennu, Ómar Smári Skúlason varði eins og berserkur þegar sókn Bjarnarins þyngdist.
27.03.2013
Í kvöld kl. 19.30 mætast SA Víkingar og Björninn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí 2013. Nú þurfum við að fylla Skautahöllina á Akureyri og sýna mátt okkar og megin. Fullir pallar af hávaðasömum áhorfendum geta skipt sköpum í þessum leik.
25.03.2013
Víkingar og Björninn áttust við í Egilshöllinni í kvöld. Björninn hafði sigur, 4-3, og því þurfa liðin að mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Skautahöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 27. mars kl. 19.30.
25.03.2013
Nú er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013. Í kvöld fór fram aukaleikur milli Víkinga og Ís-lendinga, sem höfnuðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Ís-lendingar höfðu sigur í jöfnum leik, lokatölur urðu 9-5 Ís-lendingum í vil.
25.03.2013
Leikur Bjarnarins og SA Víkinga verður sýndur beint í kvöld og verður hægt að horfa á hann í fundarherberginu í Skautahöllinni ef áhugasamir vilja koma saman og njóta þess í góðum félagsskap að horfa á leikinn.
25.03.2013
Í kvöld, mánudagskvöldið 25. mars, mætast Víkingar og Ís-lendingar í aukaleik um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013.
24.03.2013
SA Víkingar mæta Birninum í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Farin verður hópferð á leikinn. Skráning til miðnættis í kvöld, sunnudagskvöld.