Gleðipinnar í Vesturvíking

Þeir Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson og Guðmundur Karl Ólafsson kepptu á krullumóti í New Jersey á dögunum.

Silvía Rán og Sunna til Svíþjóðar

Tvær ungar og efnilegar hokkístelpur, þær Silvía Rán Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir, héldu í gær til Svíþjóðar til að spila íshokkí.

Breyting á æfingu Old Boys

Ákveðið hefur verið að Old Boys tíminn á miðvikudagskvöldið 24. apríl falli niður vegna úrslitaleikja á Íslandsmótinu í krullu. Í staðinn geta þeir sem áhuga hafa mætt í hokkí á fimmtudagskvöldið kl. 21.00, en á þeim tíma voru æfingar mfl. karla.

Bronsið í höfn, besti árangur Íslands

Íslendingar unnu til bronsverðlauna í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí með sigri á Serbum í lokaleiknum í dag, 5-1. Andri Már Mikaelsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu. Ingvar Þór Jónsson lék sinn 70. landsleik.

Fimm lið frá SA á Barnamóti SR

Um helgina fer fram Barnamót SR í íshokkí þar sem eigast við krakkar í 5., 6. og 7. flokki frá Skautafélögunum þremur. SA er með fimm lið á mótinu. Helgarmót 3. flokks fellur niður þrátt fyrir færð.

Fyrsti sigurinn á Spánverjum - möguleiki á bronsinu

Íslendingar unnu sinn annan sigur í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramóts karla í íshokkí í morgun þegar þeir mættu Spánverjum. Orri Blöndal skoraði mark úr eigin varnarsvæði. Líkur á hreinum úrslitaleik um bronsið á morgun.

Íslandsmótið í krullu: Skytturnar í úrslitaleikinn

Deildarmeistarar Mammúta misstu af sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar þeir töpuðu fyrir Skyttunum í undanúrslitum í gær. Garpar og Skytturnar mætast í úrslitaleiknum. Mammútar mæta Ís-lendingum í leik um bronsið.

Úrslit og myndir frá innanfélagsmótinu

Um helgina fór fram næstsíðasta innanfélagsmótið í vetrarmótaröðinni í hokkí. Hér er umfjöllun byggð á upplýsingum sem Sarah Smiley sendi fréttaritara - og svo myndir frá Ása ljós.

Sigur gegn Áströlum í bráðabana

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrala eftir framlengdan leik og bráðabana í vítakeppni í 2. deild A á Heimsmeistaramótinu í dag.

Íslandsmótið í krullu: Undanúrslitaleikur í kvöld

Í kvöld mætast Mammútar og Skytturnar í undanúrslitaleik Íslandsmótsins í krullu.