29.04.2013
Almenningstímarnir eru hættir þetta vorið, en hægt að leigja svellið fyrir hópa frá og með 5. maí. Vikuna 30. apríl til og með 4. maí verður Krulludeildin alfarið með svellið vegna alþjóðlega krullumótsins Ice Cup og undirbúnings fyrir það.
29.04.2013
Í maí stendur Sarah Smiley fyrir hokkínámskeiði fyrir krakka sem fæddir eru 2007-2009. Tímar verða á fimmtudögum og sunnudögum 5.-30. maí.
28.04.2013
Síðasta innanfélagsmótið í vetrarmótaröð hokkídeildarinnar fór fram um helgina og úrslitin eru ljós eftir spennandi leiki.
26.04.2013
Nú er lokaundirbúningur að hefjast fyrir Ice Cup. Við byrjum að vinna með svellið á sunnudagskvöld og eins og venjulega er að ýmsu öðru að hyggja. Krullufólk er því boðað til vinnu á sunnudags- og mánudagskvöld.
25.04.2013
Garpar eru Íslandsmeistarar í krullu 2013 eftir sigur á Skyttunum í úrslitaleik. Mammútar unnu bronsið.
Myndir komnar inn.
24.04.2013
Næstu viku, frá sunnudagskvöldi til laugardagskvölds, verður Skautahöllin undirlögð vegna undirbúnings og keppni á alþjóðlega Ice Cup krullumótinu.
Æfingar annarra deilda hefjast síðan skv. maí æfingatöflunni sunnudaginn 5. maí, en mótið er lokapunktur á krulluvertíðinni.
24.04.2013
Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. apríl verður innanfélagsmót hjá 3.-7. flokki og lokahóf hjá 5.-7. flokki. Engar æfingar á sumardaginn fyrsta.
24.04.2013
Í kvöld fara fram úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu. Leikirnir hefjast um kl. 20.30.
23.04.2013
Um liðna helgi kepptu um 40 krakkar úr 5., 6. Og 7. Flokki SA á Barnamóti SR og stóðu sig með prýði. Framundan er síðasta innanfélagsmót vetrarins, lokahóf og svo Vormótið í maí.