Keppendur okkar á Vinamóti 2006!

Myndir. U18

Hér er hæht að sjá nokkrar myndir frá leik u18 gegn Litháum.  http://www.stud.ktu.lt/~jolfank/xok1

 

Aukaæfingar!

Á morgun sunnudaginn 19. mars verða aukaæfingar fyrir 2., 1. og M flokk.  Á þessum æfingum verður rennt í gegnum prógrömm og hvet ég alla til að mæta í kjólum.  2. flokkur mætir kl. 10-11, 1. flokkur 11-12 og M flokkur 12-13!

Úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna

Á næsta laugardag verður spilaður úrslitaleikur Íslandsmótsins í mfl. kvenna í Egilshöll kl: 19,00. Liðin eru nánast jöfn að stigum, Björninn með 11 stig en SA 10 svo það er alveg víst að liðin munu leggja allt sitt í leikinn og þetta verður örugglega hin besta skemmtun á að horfa. ÁFRAM SA STELPUR !!

Svíþjóðarferð!

Þann 30. mars nk. munu nokkrir iðkendur Meistaraflokks fara til Svíþjóðar að keppa.  Þessi keppni heitir Hans Lindh Trophy og er þetta í fyrsta sinn sem hópur iðkenda úr listhlaupadeildinni fer út að keppa en keppnin er skipulögð af  foreldrum!  Stelpurnar munu keppa í flokkunum Springs B, Debs B, Novice B og Junior A.

Raðast keppendur í flokkana sem hér segir: 
Springs B: Birta Rún Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Urður Ylfa      Arnarsdóttir. 
Debs B:  Ingibjörg Bragadóttir, Sigrún Lind Sigurðardóttir og Telma              Eiðsdóttir. 
Novice B: Guðný Ósk Hilmarsdóttir. 
Junior A: 
Audrey Freyja Clarke. 

Breytingar hjá 1. og M flokki

Breyting hefur orðið á tímum hjá 1. og M flokki á sunnudögum og tók sú breyting gildi í gær.  1. flokkur mætir kl 17 á ís og á afís kl 18, M flokkur mætir kl 18 á ís og 19 á afís. 

Það er líka komið inn skipulag á af ís hjá þessum flokkum.

Leikjanámskeið á skautum

Viltu læra að skauta.

Sex vikna leikjanámskeið á skautum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 4-5 ára og 6-7 ára hefst sunnudaginn 5. mars. Kennt verður einu sinni í viku á sunnudögum milli kl. 16 og 17. Námskeiðsgjald verður kr. 2000. Skráning verður á staðnum á milli kl. 15 og 16 sunnudaginn 5. mars.

Ath. Að veittur verður afsláttur af leiguskautum meðan á námskeiði stendur

Úrslit laugardagsins í mfl. karla

SA tapaði fyrir SR 6 : 3.  hinsvegar vann Narfi Björninn 3 : 6. Til hamingju Narfi.

SA stelpur töpuðu fyrir Birninum 1:7

Leikurinn í mfl. kvenna í gær laugardag fór á þá leið að SA beið lægri hlut með 1 mark gegn 7 mörkum Bjarnarkvenna og er nú Björninn í 1. sæti með 11 stig á móti 10 stigum SA. Leikurinn í 2.flokki karla fór hinsvegar 9:3 fyrir SA.

Næst síðasti leikur Kvennaliðanna á morgun

Á morgun laugardag mætast í Meistaraflokki kvenna SA og Björninn kl. 17,00 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er næst síðasti leikur liðanna í vetur og staðan er sú að SA er með 10 stig en Björninn 8 svo SA þarf að vinna annann af þessum tveimur leikjum til að halda Titlinum þannig að reikna má með að bæði lið muni leggja allt í þennan leik. Strax á eftir kvennaleiknum mun SA spila við Björninn í 2.fl ca. KL. 19,00. SA menn fjölmenna nú og hvetja sitt fólk.