02.04.2006
Nú eru allir Svíþjóðarfararnir búnir að skauta! Audrey var að klára frjálsa prógrammið fyrir stuttu og gekk bara nokkuð vel. Hún skreið aðeins upp stigann og fór úr 18 sæti upp í það 16.!
Svo verður lagt af stað aftur heim klukkan 14:10 að staðartíma og er gert ráð fyrir að stelpurnar verði komnar til landsins um klukkan 15:20. Að lokum verður svo síðasta vél til Akureyrar tekin!
01.04.2006
Á sunnudaginn 2. apríl verða æfingar 4., 5., 6. og 7. flokks í íþróttasal Síðuskóla og allir mæta kl. 11,00 og eru til 12,30. Farið verður í bandí og fleira skemmtilegt. áður var sagt oddeyrarskóla en sá salur var upptekinn og er beðist velvirðingar á því. kveðja........stjórnin
01.04.2006
ÍSLAND - WINNIPEG FALCONS !!!!
kl. 18:00 í Skautahöllinni
01.04.2006
Audrey Freyja lauk keppni í stutta prógrammi í Junior flokki í dag og gekk mjög vel. Hún var fyrst á ísinn sem er alltaf smá pressa, en hún gerði vel og gerði engin stór mistök! Hún var 19. af 20 keppendum og er það frábær árangur!! Hún keppir svo á morgun með frjálsa prógrammið.
01.04.2006
Leikur nr. 2 kl. 10,00 á sunnudagsmorgun 2. apríl
01.04.2006
Guðný Ósk lauk keppni fyrir stuttu. Hún keppti með frjálsa prógrammið og stóð sig vel. Hún lenti öll stökkin sín og skautaði vel. Hún keppti í Novice B og var keppnin hörð. Hún varð númer 10 af 10 skauturum, en jafnframt góður árangur!
31.03.2006
Í gærkvöldi áttust við Skautafélag Akureyrar og Fálkarnir frá Winnipeg í Skauthöllinni á Akureyri. Leiknum lauk með 0-4 sigri Fálkanna.
31.03.2006
Nú er fyrsti keppnisdagur á Hans Lindh Trophy búinn! Mótið hófst kl. 17 og stóð til rétt rúmlega 21. Allir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma og sýndu það að Ísland er að koma sterkt inn. Í flokki Springs B voru 23 keppendur og voru þær Helga Jóhannsdóttir, Birta Rún Jóhannsdóttir og Urður Ylfa Arnarsdóttir í þeim flokki og voru úrslitin þau að Helga lenti í 4. sæti, Birta í 11 og Urður í 13. Í Debs B var 21 keppandi og kepptu í þeim flokki þær Sigrún Lind Sigurðardóttir, Ingibjörg Bragadóttir og Telma Eiðsdóttir og urðu úrslitin þannig að Sigrún varð 7., Ingibjörg 19. og Telma 20! Þær eru allar í skýjunum yfir þessum úrslitum og getum við verið meira en stolt af þeim!
30.03.2006
Í kvöld kl 19:00 mætast kvennalið Skautafélags Akureyrar og Fálkanna frá Winnipeg. Nú mæta allir og styðja stelpurnar!