Afmæli !!!!!!!!

Sveinn "Denni" Björnsson þjálfari S.A. á afmæli í dag. Kappinn er 38 ára og aldrei verið í betra formi. Skautafélag Akureyrar óskar Denna til hamingju með afmælið!     ÁFRAM S.A.!!

Frostmóti lokið!

Frostmóti 2006 er nú lokið. Mótið gekk vonum framar og krakkarnir skautuðu allir mjög vel. Við viljum óska öllum til hamingju með árangurinn.

Námskeiðið um nýja dómarakerfið gekk afskaplega vel um helgina og var mæting góð báða dagana. Þær Elísabet Eyjólfsdóttir (formaður ÍSS) og Sigrún Mogensen (stjórnarmeðlimur ÍSS) komu að sunnan til að kenna okkar fólki á tölvukerfið sem notað er við dæmingu með nýja dómarakerfinu. Mimmi Viitanen og Helga Margrét Clarke sáu um fyrirlestra fyrir foreldra og iðkendur og námskeið fyrir tilvonandi dómara. Dómarar og tölvufólk fengu að prófa að nota nýja dómarakerfið á Frostmótinu með mjög góðum árangri.

Við viljum þakka öllum fyrir þátttökuna og hjálpina! Myndir munu koma inn bráðlega.

Frostmót 2006

Mótið á Sunnudaginn er í boði Kælismiðjunnar Frost ehf og ber nafnið Frostmót 2006

kveðja stjórn Listhlaupadeildar

Keppnisröð á Jólamóti!

Keppnisröð Jólamóts er hér undir "lesa meira"

Keppendur skulu mæta korter í 10 á sunnudagsmorguninn, hita upp, fara í skautana og fá að æfa sig frá 10 til 11 á ísnum.  Svo fara keppendur út af ísnum og inn í klefa.  Keppni hefst svo rúmlega 11.

Breiting á æfingatímum 6., 7. og byrjendaflokks um helgina

Sunnudagsæfingar 6., 7. og byrjendaflokks færast til laugardagsins á sama tíma vegna þess að listhlaupadeild er með viðburð á svellinu á sunnudeginum.

 

Breyting á tímatöflu hjá 3.4.5.M og U hópi

Vegna æfinga fyrir jólasýningu hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á tímatöflunni fram að sýningu eða 17. desember.  Allir iðkendur fengu tímatöfluna í gær á æfingu en einhverjir voru ekki mættir og geta þá nálgast hana í valmyndinni til vinstri undir Jólatímatafla! 

Foreldrar munið fundinn með Hönnu í kvöld kl 19:30!

Skerpingar á morgun!

Ég vil minna á að Ian skerpingasérfræðingur kemur á morgun að skerpa fyrir 3,4,5,M og U flokk. Þeir sem skráðu sig koma með skautana inn í höll í síðasta lagi um hádegi á morgun, annars getur verið að hann nái ekki að skerpa! Best að skilja skautana eftir undir bekkjum í klefa 3 og MUNA að merkja skautana vel!

Foreldrar!

Allir iðkendur fengu bréf heim í dag. Það er áríðandi að þið lesið bréfið! Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband við Helgu í síma 6996740!

Námskeið um helgina!

Námskeið um nýja dómarakerfið

Komin er nákvæm tímasetning á fyrirlestrinum og námskeiðinu um nýja dómarakerfið! Fyrirlesturinn um nýja dómarakerfið fyrir foreldra, iðkendur og aðra áhugasama verður milli 11 og 12 laugardaginn 9. desember og strax á eftir milli 12 og 13 verður smá kennsla fyrir iðkendur þar sem farið verður yfir hvernig hægt sé að auka við stigafjölda í prógrömmum. Helga Margrét mun halda fyrirlesturinn og er hún tæknidómari hjá ÍSS. Daginn eftir verður námskeið fyrir tilvonandi dómara og þá sem áhuga hafa á því að læra á dómarakerfið, hvernig það er sett upp og hvernig það er notað til að dæma. Við leitum eftir áhugasömu fólki til að koma og kynna sér þetta, því til að geta haldið stórmót á Akureyri þurfum við góðan og traustan hóp af fólki til að aðstoða við uppsetningu og notkun dómarakerfisins. Þetta námskeið verður sunnudagsmorguninn 10. desember milli 9 og 11 og þar munu þær Mimmi Viitanen, Elísabet Eyjólfsdóttir og Sigrún Mogensen fara yfir og kenna fólki á notkun og uppsetningu. Milli 11 og 13 verður Jólamót SA haldið. Við munum prófa kerfið á því móti og dómaraefnin fá að æfa sig á kerfinu og kynnast því að dæma í keppni. VIð hvetjum alla sem áhuga hafa til að koma og nýta sér þetta tækifæri! Tímatafla er undir "lesa meira".

Litlahokkibúðin!!!!!

Sunnudaginn 10 des. Mun litla-hokki-búðin kíkja í heimsókn og vera með varning til sölu í skautahöllinni. Biggi í hokkibúðinni hefur lofað afar góðum prís á öllum vörum og er um að gera að nýta sér þetta tækifæri. Semsagt á sunnudaginn 10 des. Frá kl.10:00-16:00. ÁFRAM S.A.!!!!