Skráningar
Þar sem búálfurinn hefur fengið símann með skautanúmerinu 849-2468 lánaðan þá endilega hringið í gsm síma minn 862-4759 eftir kl:16:30 varðandi iðkendagjöld og fleira. Kveðja Anna Guðrún
Þar sem búálfurinn hefur fengið símann með skautanúmerinu 849-2468 lánaðan þá endilega hringið í gsm síma minn 862-4759 eftir kl:16:30 varðandi iðkendagjöld og fleira. Kveðja Anna Guðrún
Friðarkertin eru komin aftur fyrir þá sem sem ekki fengu síðustu helgi. Hægt er að ná í þau hjá Allý, Eyrarvegi 9 eftir 17, eða hafa samband við hana í síma 8955804.
Allir vera svo duglegir að selja:)
Fundur fyrir forráðarmenn barna í 1. og 2. hóp verður í Íþróttahöllinni, miðvikudagskvöldið 22.okt, kl 20.
Stutt kynning verður á starfi deildarinnar og þjálfarar kynntir.
Vonandi sjáum við sem flesta:)
Stjórnin
Helga Jóhannsdóttir eini keppandi Íslands á Junior Grand Prix í Sheffield er nú komin heim. Helga stóð sig mjög vel, varð 31. eftir stutta prógrammið og 30. eftir frjálsa. Við viljum óska henni til hamingju með árangurinn.
Iveta Reitmayerova og börnin hennar 2, Ivana og Peter, koma til Akureyrar á morgun. Iveta þjálfaði hjá LSA sem gestaþjálfari 2 vetur og mun nú koma aftur inn sem gestaþjálfari í mánuð. Iveta er frá Slóvakíu og hefur mjög mikla reynslu af þjálfun. Dóttir hennar, Ivana, keppti á Heimsmeistaramóti í senior flokki í Gautaborg um sl. páska og um síðustu helgi kepptu bæði systkinin á sama móti og Helga J. eða Junior Grand Prix í Sheffield og varð Peter 6. og Ivana 9. Við bjóðum þau velkomin til okkar og hvetjum alla til að nýta tímann og æfingarnar vel meðan þau eru hjá okkur.