Foreldrafélagið óskar eftir bakkelsi

Þar sem nú eru tvö mót framundan hér á Akureyri hjá LSA óskar foreldarfélgið eftir liðsinni foreldra með þeim hætti að leggja til bakkelsi í kaffisöluna á mótum þessum.  Sunnudaginn 31. október verður Frostmótið fyrir A, B og C keppendur og síðan strax helgina á eftir, þ.e. 6.-7. nóvember, verður Bikarmót ÍSS fyrir A og B keppendur.  Leggjum við áherslu á að fá skúffukökur, kleinur eða pönnukökur, allt eftir því hvað hentar fólki.

Þeir sem geta lagt okkur lið endilega látið vita með tölvupósti í netfangið h1@talnet.is eða til Hermanns í síma 893 0056.  Því fyrr því betra.

Afís fellur niður í dag 18.okt.

Afís fellur niður í dag vegna veikinda hjá Söru.

Gimli Cup: Fyrsta umferð

Gimli Cup hefst í kvöld, mánudagskvöldið 1. nóvember.

Akureyrarmótið: Lokaumferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 18. október, fer fram fimmta og síðasta umferð Akureyrarmótsins.

Tölfræði seinni leiks Jötna og SR

Jötnarnir áttu ekki létta helgi þar sem þeir spiluðu án fjögura lykilmanna þ.e. Josh og Ingvars sem eru meiddir og Hilmars og Jóa sem hvorugur var á landinu þessa helgina. En maður kemur í manns stað og skörðin fylltu minna reyndir menn úr þriðja flokki og uppúr þannig að segja má að niðurstaða helgarinnar sé bara nokkuð góð fyrir þriggja línu lið Jötnanna gegn fullskipuðu fjögra línu liði SRinga sem áttu harma að hefna eftir tap fyrir sunnan í fyrsta leik þessara liða.

Ynjur - Björninn spennandi leikur frá upphafi til enda (O:

Kvennaleikur gærdagsins á milli Ynjanna og Bjarnarins var eins og hokkíleikir gerast bestir og þarna náðu Ynjur að stíga uppúr stóru tapi síðasta leiks og létu finna vel fyrir sér og gáfust aldrei upp í þessum baráttu leik þar sem var jafnt eftir venjulegan leiktíma 2-2, jafnt eftir 10 mín. markalausa framlengingu og úrslit réðust ekki fyrr en síðustu vítaskotunum.

Lotur (0-2)-(2-0)-(0-0), Framlenging (0-0), Vítakeppni (0-1)

Mörk og stoðsendingar Ynjur, Kristín Björk Jónsdóttir 1/0, Hrund Thorlacíus 1/0, refsimínútur 2

Mörk og stoðsendingar Björninn, Sigríður Finnbogadóttir 1/0, Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0, Sigríður Finnbogadóttir 1/0 (vítaskot), Sigrún Sigmarsdóttir 0/1, Refsimínútur 2

Jötnar - SR, seinni leikur 2 - 8

SRingar lögðu Jötna í seinni leik helgarinnar með 8 mörkum gegn 2. Nánar síðar.

Spennandi leik Ynjanna og Bjarnarins var að ljúka

Rétt í þessu lauk kvennaleiknum þar sem Ynjurnar gerðu sér lítið fyrir og stálu einu stigi af Bjarnarkonum í leik, framlengingu og vítakeppni þar sem úrslit réðust í síðustu skotunum. Meira síðar.

Jötnar - SR 3 - 6

SRingar náðu að snúa við niðurstöðu síðustu viðureignar og sigruðu 3 - 6 í fyrri leik liðanna þessa helgi.

Litið um öxl: Ótrúlegt safn krullusteina og minjagripa

Skotinn David B. Smith á "að minnsta kosti 300 steina, síðast þegar talið var".