Frostmót SA

Skautahöllinni Akureyri, 30-31 Október. Fyrir A, B og C keppendur

Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.10.2010

Skrá skal keppendur í linknum hér til vinstri undir "skráning keppenda" og leggja inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060. Mikilvægt að senda kvittun á didda@samvirkni.is til að staðfesta greiðslu. Keppnisgjald er 2000 kr. Ef ekki er búnið að skrá sig og borga keppnisgjaldið þegar skráningafrestur rennur út er litið svo á að viðkomandi skautari ætli ekki að taka þátt. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að frestur rennur út. 

Evrópumótið: Úrslitaleikur í beinni á netinu

Áhugasamir geta horft á leik Slóvakíu og Hvíta-Rússlands í beinni á netinu.

Greiðsluáskorun vegna ÓGREIDDRA vor og sumaræfinga

Þeir sem skulda æfingagjöld vegna vor og sumaræfinga og ístíma eru vinsamlegast beðnir að gera skil fyrir næstu mánaðarmót. Með rukkunar kveðju, Gjaldkeri Hokkídeildar.

Evrópumótið: Íslendingar fá bronsið

Íslenska liðið tapaði lokaleik sínum á Evrópumótinu og missti þar með af sæti í B-keppninni.

Akureyrarmótið hafið.

Fyrstu tveir leikir Akureyrarmótsins fóru fram í kvöld. Víkingar rúlluðu yfir Garpa 10 - 2 og Fífur unnu nýtt lið Fálka 9 - 5. Leik Riddara og Mammúta var frestað til miðvikudagsins 6. október. Næsta umferð fer fram á mánudag. Nánar um næstu leiki, leikmenn liða og leikjadagskrá síðar í vikunni.

Akureyrarmótið 2010 hefst í kvöld.

Sex lið taka þátt í Akureyrarmótinu að þessu sinni.

Myndir frá leik helgarinnar

Sigurgeir Haraldsson, annar tveggja hirðljósmyndara Skautafélagsins, mætti á leik Víkinganna og Bjarnarins á laugadagskvöldið og tók nokkrar skemmtilegar myndir og hefur bætt þeim við í myndasafnið hér á siðunni - myndirnar má einnig sjá hér.

Evrópumótið: Tap gegn Hvít-Rússum

Íslenska liði tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í dag.

Evrópumótið: Fjórði sigurinn

Íslendingar unnu Serba 8-5 á Evrópumótinu í morgun.

Evrópumótið: Íslendingar einir á toppnum

Íslenska liðið vann þriðja sigur sinn á Evrópumótinu í gærkvöldi.