Fundur hjá mfl karla þriðjudag kl. 18:00

Á morgun, þriðjudaginn kl. 18:00 hefur Josh boðað til fundar í Skautahöllinni.  Þangað eiga allir meistaraflokksmenn að mæta, bæði Jötnar og Víkingar.  Fundarefnið verður sumaræfingar og undirbúningur næsta tímabils.  Við ætlum einnig að nota tækifærið og hreinsa út úr meistaraflokksklefanum og búningageymslunni.  Grípið því hokkítöskurnar ykkar með og takið gallanna ykkar heim - annars endar gírinn á nýjum íslokasið sem verður vegleg sokka, bróka og handklæðabrenna en það yrði á við veglega áramótabrennu.

Betri búnaður fyrir byrjendur

Frá opnun Skautahallarinnar höfum við boðum skautafólki upp á hjálma án endurgjalds en það var Sjóvá sem upphaflega styrkti okkur um bláa Jofa hjálma sem síðan hafa verið mikið notaðir síðasta áratuginn.  Nú var hins vegar kominn tími á að endurnýja a.m.k. hluta hjálmanna og aftur leituðum við til Sjóvá sem tók vel í hugmyndina og keypti 100 nýja hjálma.  50 hjálmar komu nú fyrir páskana og aðrir 50 koma á næsta vetri.Að þessu sinni voru keyptir öflugri hjálmar en síðast, að tegundinni Bauer en það var Birgir Örn Sveinsson í Litlu hokkíbúðinni sem hafði milligöngu um kaupin.   Þetta eru góðir og öryggir hjálmar í öllum stærðum fyrir jafnt unga sem aldna.

Síðustu æfingarnar

Tími æfinga á annan í páskum er:

10.00 - 11.30      A

11.30 - 12.30      B

17.15 - 18.45      A

 

Afís í næstu vikur er:

Vorsýning 2011

 Þá er vorsýningin búinn og alveg hægt að hrósa stelpunum fyrir glæsilega sýningu.

Hér eru nokkrar myndir sem gaman er að skoða.

 

Breyting á stjórn íshokkídeildar

Í síðustu viku var haldinn Aðalfundur íshokkídeildar þar sem farið var í venjuleg aðalfundarstörf.  Ný hokkístjórn var kosin en hún þykir merkilega lík þeirri fyrri en aðeins var ein breyting á milli ára.  Jón Benedikt Gíslason fór úr stjórn, enda fluttur til Danmerkur, og í hans stað kom Sæmundur nokkur af Leifsson ættbálkinum.  Aðrir í stjórn voru kosnir rússneskri kosningu og þeir eru:

Vorsýning Listhlaupadeildar kl. 17:00 í dag

Í dag kl. 17:00 hefst Vorsýning Listhlaupadeildarinnar hér  í Skautahöllinni.  Vorsýningin er árlegur viðburður þar sem iðkenndur sýna allar sýnar bestu hliðar eftir æfingar vetrarins.  Að þessu sinni verðar þátttakendur í sýningunni á annað hundrað talsins og þemað er söngleikir.   Þrotlausar æfingar hafa farið fram undanfarna daga og óhætt að segja að sýningin í dag verði glæsileg.Miðaverð á sýninguna er kr. 1.000.- en frítt fyrir 12 ára og yngri sem og eldri borgara.  Foreldrafélagið verður með kaffisölu og nú er bara að fjölmenna í Skautahöllina, njóta sýningarinnar og styrkja starfið J

Við þurfum lengra ístímabil

Lengi hefur verið barist fyrir lengra ístímabili án þess að nokkuð gerist. Nú hefur listhlaupadeildin hafið enn eina baráttuna til að reyna að fá þetta í gegn, búið er að senda bréf til bæjarstjóra, bæjarráðs og íþróttaráðs um von um einhver svör, einnig er búið að senda á flesta fjölmiðla landsins og vonandi fær þetta einhverja umfjöllun því ef ekkert gerist getum við pakkað saman og hætt.

Marjomótið: Mammútar unnu

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik mótsins. Skytturnar unnu Riddara í leik um bronsið.

Marjomótið: Úrslitaleikirnir í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 18. apríl, fara fram úrslitaleikir um sæti í Marjomótinu. Sigurlið riðlanna leika um gullverðlaun, liðin í 2. sæti riðlanna um bronsverðlaun og svo koll af kolli um öll sæti mótsins.

Páskar í Skautahöllinni

Nú eru skólarnir komnir í páskafrí og sömuleiðis hefur dagskráin í skautahöllinni breyst.  Opið verður alla páskana frá kl. 13 - 17 og því um að gera fyrir almenning og auðvitað iðkenndur félagsins að mæta á svellið.  Einhverjar æfingar verða hjá deildum en þær eru auglýstar sérstaklega á heimasíðum deilda.