Gimli Cup: Rennusteinarnir og Skytturnar unnu riðlana

Rennusteinarnir leika gegn Ís-lendingum í undanúrslitum og Skytturnar gegn Mammútum.

Íslandsmót ÍSS, kaffi og kökur

Heil og sæl, Næstu helgi 2-4.desember verður haldið Íslandsmót í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni á Akureyri. Á þetta mót fáum við keppendur úr öðrum félögum og vonandi marga áhorfendur.

Félagsbúningur úr flísefni

Þeir sem hafa áhuga á að panta félagsbúning listhlaupadeildar (skautapeysur og/eða skautabuxur úr flísefni frá 66°Norður) fyrir jólin geta haft samband við Jónu (jona@nordlenska.is) fyrir 2. desember 2011.

Bikarmót Krulludeildar hefst 30. nóvember

Skráningarfrestur í mótið er til hádegis miðvikudaginn 30. nóvember. Miðað er við að spila mótið næstu þrjá miðvikudaga.

Gimli Cup: Þriðja umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 28. nóvember, fer fram þriðja og síðasta umferð riðlakeppni Gimli Cup.

Kristalsmót

Stelpurnar stóðu sig frábærlega á Kristalsmóti Bjarnarins sem haldið var í Egilshöll á laugardaginn var. Þar landaði Halldóra Hlíf gullinu í Junior C og hún Eva Björg bronzi í 10 C. Við óskum öllum stelpunum til hamingju.

Ynjur unnu Bjarnarstúlkur í gærkveldi

Yngra lið Skautafélags Akureyrar í kvennaflokki, Ynjur, lögðu að velli lið Bjarnarins í gærkveldi.

Jötnar töpuðu með einu marki í æsispennandi leik

Rétt í þessu var að ljúka leik Jötna og Bjarnarins hér í Skautahöllinni á Akureyri. Björninn var fyrir leikinn almennt talið sigurstranglegra liðið en mátti síðan teljast heppinn að sleppa með skrekkinn eftir mikla baráttu við Jötnana.

Meistaraflokkarnir spila á laugardag !

Jötnar taka á móti Birninum í karlaflokki kl. 16,30 og Ynjur og Björninn í mfl. kvenna mætast um kl. 19,00 eða strax að loknum fyrri leiknum.

Víkingar unnu Björninn 6 - 1 í gær

Í gærkvöldi áttust við í Grafarvogi Víkingar og Björninn. Nokkur spenna var fyrir þennan leik þar sem leikur Bjarnarins hefur verið stígandi í vetur en þeir lögðu m.a. SR í síðasta leik. Víkingar mættu með fullskipað lið eða rétt tæpar 4 línur og Josh Gribben sem stjórnaði bekknum.