Bein útsending í kvöld

Leikur Bjarnarins og SA Víkinga verður sýndur beint í kvöld og verður hægt að horfa á hann í fundarherberginu í Skautahöllinni ef áhugasamir vilja koma saman og njóta þess í góðum félagsskap að horfa á leikinn.

Íslandsmótið í krullu: Aukaleikur um sæti í úrslitum

Í kvöld, mánudagskvöldið 25. mars, mætast Víkingar og Ís-lendingar í aukaleik um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013.

Hópferð á leikinn (staðfest)

SA Víkingar mæta Birninum í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Farin verður hópferð á leikinn. Skráning til miðnættis í kvöld, sunnudagskvöld.

Góður árangur í Króatíu (uppfært á sunnudagskvöldi)

Listhlaupsstelpurnar úr SA hafa staðið sig vel á Mladost Trophy sem fram fer í Zagreb. Keppni lauk í dag og nú tekur við ferðalag til Póllands og æfingabúðir þar.

Myndir SA-Björninn 3. í úrslitum

Björn afgreiddi Björninn

Víkingar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Björninn um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí eftir sigur í æsispennandi leik í Skautahöllinni í kvöld þar sem úrslitin réðust á tíunda vítaskoti eftir markalausa framlengingu. Bjarnarmenn loks með mark eftir 70 mínútna markaþurrð.

Áhorfendur geta unnið þennan leik!

Í dag mætast SA og Björninn í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Mæting á pallana og stuðningur áhorfenda geta skipt sköpum.

Bronsverðlaun í Zagreb (uppfærð frétt)

Emilía Rós Ómarsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega í keppni í listhlaupi á skautum í dag, en hún keppir á móti í Króatíu ásamt þremur öðrum stúlkum úr SA í landsliðshópi Skautasambands Íslands.

Mögnuð endurkoma og sigur á Birninum

Víkingarnir eru vaknaðir. Eftir erfiða fyrstu tvo leikhlutana í öðrum leik SA og Bjarnarins í úrslitakeppni Íslandsmótsins snéru okkar menn leiknum sér í vil og skoruðu sjö mörk í röð! Lokatölur: Björninn – SA 4-8 (3-1, 1-1, 0-6).

4.hópur kominn í páskafrí