Íslands/vetrar/aðventumót

SA fékk eitt gull og tvö brons á íslands- vetrar og aðventumóti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Helga Jóhannsdóttir sigraði í flokki Novice, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 10A og Emilía Rós Ómarsdóttir í flokki 8B. Iðkendur voru félaginu til sóma bæði innan sem utan íssins. Til hamingju allir.

 

 

 

SKAUTATÖSKUR OG SKAUTABUXUR / JÓLAGJÖFIN Í ÁR

 Skautatöskurnar og skautabuxurnar  eru komnar og þeir sem hafa áhuga á þeim fyrir jólin þurfa að panta þær fyrir 12. des. Hægt er panta þær og skoða á miðvikudaginn í skautahöllinni milli kl. 17 - 18:30 eða senda SMS  í síðasta lagi 12. des.  

ALLÝ,,  S- 895-5804

SA stelpur unnu í gærkvöldi

Fyrri leik helgarinnar milli Bjarnarins og SA í mfl. kvenna lauk með sigri SA  3 - 4.

3.flokkur FRESTUN á leik helgarinnar

Leik Bjarnarins og SA í 3ja flokki karla sem leika átti á morgun laugardag í Egilshöllinni hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki tókst að fá dómara á leikinn. Ekki hefur verið ákveðin ný dagsetning fyrir leikinn.

Æfing hjá 4-5 flokk kl 9 á laugardag og markmenn kl 10.

Kavazaki skór

Kavazaki skór töpuðust í skautahöllinni í gær á meðan æfingu 3.hóps stóð yfir, milli 15 og 16.

Ef einhver hefur tekið þá í misgripum, vinsamlegast skilið þeim aftur í höllina til Viðars eða hringja í síma 663-2879.

fyrir hönd skólausrar stúlku

Jóhanna

Vantar aðstoð forráðamanna 5.6. og 7. hóps um helgina

Heil og sæl, þar sem Helga Margrét verður í burtu yfir helgina þá er breytt æfingaplan og hluta tímans ætlum við að fá tvo iðkendur í hverjum hópi til þess að þjálfa viðkomandi tíma og foreldra til að vera í húsinu til almennrar ábyrgðar hluta af tímum á föstudag og sunnudag. Foreldra vantar á eftirtalda tíma:

Myndir úr leik SA - Björninn 28.11.

Myndir úr leiknum hér

Myndir úr leik SA - SR 21.11.

Myndir úr leiknum hér

Skautamót í Laugardal 5.-7 des. vasapeningur og fundarboð

Keppendur á mótinu um næstu helgi þurfa að hafa með sér 2000 krónur í vasapening, 1000 krónur fer upp í fæði í ferðinni og 1000 krónur fer í bíóferð á laugardeginum.

Þriðjudaginn 2. desember kl 18 er svo fundur í Skautahöllinni þar sem keppendur og foreldrar / forráðamenn geta fengið tækifæri til að spjalla við farastjóra um ferðina.

Við förum með flugi fram og til baka. Brottför frá Akureyri á föstudaginn er klukkan 17:25 og heim aftur á sunnudag frá Reykjavík klukkan 15, mæting er hálftíma fyrir brottför.

stelpurnar fá með sér blað heima af æfingu í dag með frekari upplýsingum.

 kveðja frá farastjórum.