Karfan er tóm.
Í gær var jólahátíð Listhlaupadeildar og gekk sýningin vonum framar. Yngri iðkendurnir slóu í gegn í framsetningu sinni á "Þegar Trölli stal jólunum", ýmist í líki Trölla, snjókorna, Trölla að leika jólasvein, kátra barna sem hlakkar til jólana eða hreindýr. Jólaball á ís var haldið á eftir sýningunni, þar sem tveir sveinar af fjöllum kíktu í heimsókn og gáfu börnunum klementínur til að fá þau í sannkallað jólaskap.
Seinni sýningin var ekki síðri, en þar komu fram eldri skautarar og stóðu sig alveg frábærlega í sinni túlkun á ýmsu tengt jólunum. Án þess að gera lítið úr hæfileikum annarra skautara, þá verður að segjast að við í stjórninni höfum staðið uppúr með snilldar skauta takta sem seint gleymast í okkar atriði, þar sem við túlkuðum húsmæður að elta jólakalkúninn með stórkostlegri innlifun! :-)
Ég vil fyrir hönd deildarinnar óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir allt gamalt og gott
Hilda Jana formaður
Stjórn Íshokkísamband Íslands kom saman þ. 16. desember og valdi íshokkífólk ársins í karla- og kvennaflokki. Sjá: http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=2469
Allir að laga til í töskunum sínum fyrir jólin og athuga hvort þar leynist ekki hokkískyrtur eða pekkir í eigu S.A. fínt að skila þessu á síðustu æfingu fyrir jól.
ATH. KERTAPENING VANTAR STRAX:
Þeir sem ekki eru búnir að skila af sér kertapeningum eru beðnir að gera það strax eða fyrir mánudaginn 15. des.
Allý > s- 8955804
SKAUTAPEYSUR:
Vegna skorts á peysum koma engar skautapeysur í ár .
Allý :-)
Fyrir þá sem eiga eftir að greiða æfingargjöld eða vilja spyrja út í æfingagjöldin, þá mun Ollý gjaldkeri og formaður Hokkídeildar SA verða inn í skautahöll á fimmtudaginn 11 desember milli 16 og 17 á æfingatíma byrjenda. Hún mun taka við greiðslum og svara spurningum.