´

Áríðandi fundur fyrir alla foreldra A-keppenda og 14 ára og eldri B- keppenda

Fimmtudagskvöldið 16. okt. kl. 20:00, verður fundur með foreldrum allra A -keppenda og 14 ára og yngri B - keppenda vegna keppnisferðar suður 7. -9. nóv. Fundurinn verður í fundarherberginu í skautahöllinni. Mikilvægt er að allir mæti því ræða þarf fyrirkomulag ferðarinnar.

Sjáumst hress

Stjórnin

Breytt plan á meðan Helga Margrét er í englandi

Helga Margrét er nú á leið til Englands að fylgja eftir henni Helgu Jóhannsdóttur sem er að keppa fyrir Íslands hönd. Á meðan hún er úti þjálfa Guðný og Óla að mestu leiti. Annars verða suma tíma einfaldlega einhverjir úr stjórn. Helga hefur hins vegar skilið eftir greinagott æfingaprógramm sem ætti að vera okkur hinum sem eftir sitjum nokkuð ljóst. Hér má sjá breytingarnar

úrslit leikja gærkvöldsins

Kvennaleiknum lauk með sigri Bjarnarins 6 - 1  og 2.flokks leiknum lauk með sigri SA 3 - 4.

Haustmót ÍSS úrslit

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. 77 keppendur tóku þátt í mótinu frá Skautafélagi Reykjavíkur, Birninum og Skautafélagi Akureyrar. Mótið gekk vonum framar og stóðu norðlensku keppendurnir að vanda með stakri prýði. Félagið krækti í nokkur verðlaun á mótinu og eru hér úrslit í þeim flokkum:

Tölvupóstur frá Foreldrafélagi Hokkídeildar

EF einhverjir foreldrar telja sig ekki fá tölvupóst frá Foreldrafélagi Hokkídeildar SA eða vilja að pósturinn berist á fleiri netföng þá endilega látið vita á netfangið annaka@ejs.is Það sem var síðast sent á alla var dagatal foreldrafélagisns.

HM 50+ á Nýja Sjálandi í apríl 2009

Nánari upplýsingar um mótið undir erlend mót til vinstri á síðunni

Fréttagrein á eurohockey.net

Þjálfari S.R. Eiríkur Tatt var í viðtali hjá Eurohockey.net

http://www.eurohockey.net/news/story.html?id=20081009183127_iced_hockey

Fatnaður merktur Hokkídeild SA

Foreldrafélag Hokkídeildar SA hefur til sölu íþróttagalla, peysur og flíspeysur.  Fyrstir koma fyrstir fá!  Hafið sambandi við Önnu Kristveigu hjá foreldrafélaginu á netfang annaka@ejs.is

Gimlicup þriðja umferð

Tvö lið taplaus eftir þrjár umferðir