Flöskusöfnun hjá 3-7 flokk

 Miðvikudaginn 24 september er flöskusöfnun hjá 3-7 flokk.  Mæting er 17:30

Björninn vann 3.fl. leikinn 3 - 8

3.flokks leiknum lauk með sigri Bjarnarins með 8 mörkum gegn 3 SA-drengja. Mörk/stoð. SA: Siggi 2/1 og Jói 1/2

SA byrjar á sigri

Rétt í þessu var  að ljúka fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkí hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Grafarvogsbjörninn sótti okkur heim og stillti upp ágætis blöndu af ungum leikmönnum og aðeins yngri leikmönnum.  Björninn er með sambærilegt lið og í fyrra en styrktu sig verulega með nýjum markmanni, en í sumarlok gekk til liðs við þá hinn sænskættaði Íslendingur Dennis Hedström sem gerði garðinn frægan með íslenska landsliðinu í Ástralíu síðasta vor.

BYR Sparisjóðsmót 20. september 2008

Þann 20. september nk. frá kl. 8:00 - 14:00 verður haldið BYR Sparisjóðsmót í Listhlaupi á skautum fyrir keppendur í A og B keppnisflokkum.

Dregið verður í keppnisröð miðvikudagskvöldið 17. september kl. 20:00 í fundarherbergi í Skautahöllinni á Akureyri.

Hokkídagur í hokkíbænum!!!

Í dag er hokkídagur. Meistaraflokkur S.A. fær björninn í heimsókn og hefst leikurinn kl 16:00. Við hvetjum alla að mæta og styðja við bakið á sýnum mönnum. ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!

Íþróttastefna Akureyrarbæjar

Á fundi ÍBA í gærkvöldi var kynnt samstarfsverkefni ÍBA, ÍRA og skólaþróunnarsviðs HA, vegna íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Upphaflega stóð til að fara í vinnu vegna afreksstefnu en verkefnið hefur undið upp á sig og á nú að reyna að móta íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Ís-æfingar falla niður á næsta laugardag

Vegna Listhlaupamóts falla ís-æfingar hjá 3., 4. og 5.flokki niður á laugardagsmorguninn næsta, EN Í STAÐINN EIGA 4. OG 5.FLOKKUR AÐ MÆTA Á AF-ÍSÆFINGU Á MILLI 10:00 OG 11:00 ÞANN SAMA MORGUNN.

Litlahokkíbúðin kemur í bæinn

Biggi ætlar að mæta með heitan varning og að sjálfsögðu á spottprís...

S.A. VS Björninn Laugardaginn 20 sept. kl.16:00

Fyrsti leikur meistaraflokks S.A. verður á laugardaginn 20 september kl 16:00. Björninn mætir á svæðið og má því búast við hörkuleik því Björninn hefur á að skipa ungum strákum í bland við nokkrar gamlar hetjur..

S.A. menn hafa verið að æfa einsog titl..... skeppnur og ætla sér ekkert annað sigur í fyrsta leik og það á heimavelli. Einsog skrifað var áðan þá hefjast lætin stundvíslega      kl.16:00 og hvetjum við alla að mæta!!!!! strax á eftir keppir svo 3 flokkur við björninn.

ÁFRAM S.A.!!!!!!!! 

Meistaraflokkur og 3.flokkur spila á Akureyri á næstkomandi laugardag

Á laugardaginn næsta mun Meistaraflokkur og 3.fl. Bjarnarins sækja okkur heim. Meistaraflokks leikurinn verður á undan og hefst kl. 16,00 og svo verður 3.fl. leikurinn strax á eftir. Nú eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn.    ÁFRAM SA .............................