Karfan er tóm.
Fundur fyrir forráðarmenn barna í 1. og 2. hóp verður í Íþróttahöllinni, miðvikudagskvöldið 22.okt, kl 20.
Stutt kynning verður á starfi deildarinnar og þjálfarar kynntir.
Vonandi sjáum við sem flesta:)
Stjórnin
Á foreldrafundi í vikunni var ákveðið að fara í hópferð á ÍSS bikarmót allra A flokka og Haustmót eldri B flokka, þ.e.a.s. 14 ára og yngri B, 15 ára og yngri B og 16 ára og eldri B. Sjá nánar hér.
Friðarkerti
Nú þegar skammdegið er skollið á höfum við ákveðið að taka upp friðarkertasölu.
Ágóðinn af sölunni er eyrnamerktur hverjum og einum og er ætlunin með þessari
sölu sú að hjálpa fólki að safna upp í væntanlegar æfingabúðir næstkomandi sumar.
Pakkningin innheldur tvö kerti og er hún seld á 1000 krónur (500 kr. ágóði).
Kertin verða afgreidd í skautahöllinni á morgun laugardag á milli 11 og 13
og á sunnudaginn milli 17:30 og 19.
Hægt er að skila afgangskertum og verður tekið á móti þeim og peningunum verður svo sunnudaginn 2. nóv. klukkan 17:30
Sjáumst svo hressJ
Stjórnin
Klukkan 18:45 í dag keppir Helga Jóhannsdóttir, SA á ISU Junior Gran Prix, en þær nöfnur Helga og Helga eru í Englandi, þar sem Helga keppir í Junior flokki kvenna fyrir Íslands hönd. Hægt er að fylgjast með henni í beinni útsengingu á netinu á slóðinni http://www.iceskating.org.uk/nisatvdemo
Foreldrafundur verður í fundaherbergi skautahallarinnar í kvöld fimmtudag kl 20:00.
Forráðamenn A keppenda og 15 ára og eldri B, 14 ára og eldri B og 14 ára og yngri B eru boðaðir á þennan fund til að ræða fyrirhugaða ferð á Bikarmót ÍSS sem fram fer í Reykjavík 7.-9. nóv.
Nauðsynlegt er að sem flestir mæti.
Fyrir hönd stjórnar
Jóhanna