Íþróttastefna Akureyrarbæjar

Á fundi ÍBA í gærkvöldi var kynnt samstarfsverkefni ÍBA, ÍRA og skólaþróunnarsviðs HA, vegna íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Upphaflega stóð til að fara í vinnu vegna afreksstefnu en verkefnið hefur undið upp á sig og á nú að reyna að móta íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Ís-æfingar falla niður á næsta laugardag

Vegna Listhlaupamóts falla ís-æfingar hjá 3., 4. og 5.flokki niður á laugardagsmorguninn næsta, EN Í STAÐINN EIGA 4. OG 5.FLOKKUR AÐ MÆTA Á AF-ÍSÆFINGU Á MILLI 10:00 OG 11:00 ÞANN SAMA MORGUNN.

Litlahokkíbúðin kemur í bæinn

Biggi ætlar að mæta með heitan varning og að sjálfsögðu á spottprís...

S.A. VS Björninn Laugardaginn 20 sept. kl.16:00

Fyrsti leikur meistaraflokks S.A. verður á laugardaginn 20 september kl 16:00. Björninn mætir á svæðið og má því búast við hörkuleik því Björninn hefur á að skipa ungum strákum í bland við nokkrar gamlar hetjur..

S.A. menn hafa verið að æfa einsog titl..... skeppnur og ætla sér ekkert annað sigur í fyrsta leik og það á heimavelli. Einsog skrifað var áðan þá hefjast lætin stundvíslega      kl.16:00 og hvetjum við alla að mæta!!!!! strax á eftir keppir svo 3 flokkur við björninn.

ÁFRAM S.A.!!!!!!!! 

Meistaraflokkur og 3.flokkur spila á Akureyri á næstkomandi laugardag

Á laugardaginn næsta mun Meistaraflokkur og 3.fl. Bjarnarins sækja okkur heim. Meistaraflokks leikurinn verður á undan og hefst kl. 16,00 og svo verður 3.fl. leikurinn strax á eftir. Nú eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn.    ÁFRAM SA .............................

3.flokkur. SR - SA 4 - 9

Í gærkvöldi kl. 19,00 var fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu spilaður þegar 3.flokkur SR og SA mættust í Laugardalnum. Leiknum sem var bráðskemmtilegur á að horfa, lauk með sigri norðanmanna sem skoruðu 9 mörk gegn 4 mörkum heimamanna. Mörk/stoð SA  Siggi 3/2, Jói 2/2, Biggi 2, Bergur 1 og Ingó 1,   Góóóðir SA........

Skráningardagur á næsta fimmtudag

FORELDRAR ALLRA IÐKENDA ATHUGIР .........  Skráningardagur!
 
Skráningardagur fyrir veturinn verður næstkomandi fimtudag hinn 11. september fyrir öll börn sem ætla að æfa í vetur.

 

BREYTTUR FUNDARTÍMI

Foreldrafundurinn sem átti að vera í kvöld þriðjudag, fyrir 3.-7.hóp færist yfir á fimmtudaginn næstkomandi þann 11. sept, í Íþróttahöllinni kl 18 til 19. Vonandi sjáum við sem flesta.

Stjórnin

 

Ávísanir frá Akureyrarbæ !!!

Halló! Þeir sem eru með ávísanir frá Ak.bæ. og ætla að nota þær, endilega hafið samband við mig áður en við sendum gjöldin í innheimtu. það er svo erfitt og mikið vesen að breyta alltaf eftir að komið er í banka. kveðja  Anna Guðrún annagj@simnet.is

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildarinnar

Verður haldinn miðvikudaginn 17. september frá kl 18:00 til 19:00 í Fundarherbergi skautahallarinnar ! kaffiveitingar (O;