Meistaraflokkur

Meistaraflokkur S.A. hefur fengið 2 "nýja" leikmenn til liðs við sig. Það er þeir Stefán Hrafnsson sem kemur frá S.R. og Kópur Guðjónsson úr Birninum. Stefán er sóknarmaður og Kópur er varnarmaður. Án efa eiga þeir eftir að styrkja S.A. fyrir komandi leiktíð. 

Æfingar hefjast

Viltu æfa skauta í vetur og ert fædd(ur) árið 2004 eða fyrr? Skráðu þig þá hjá annagj@simnet.is
Æfingarnar hefjast miðvikudaginn 17. sept kl:17:15
 
Ársverð: 25.000.- 1. hópur - leikskólabörn 1* í viku (mið 17:15)
Ársverð: 39.000.- 2. hópur - grunnskólabörn 2* í viku (mið & fös kl:17:15)
Æfingagjöldum má skipta á allt að sex tímabil. 
 

Foreldrafundur iðkenda 3.-7. hóps.


Fundur fyrir foreldra/forrámanna iðkenda í 3.-7 hóp verður í íþróttahöllinni við sundlaugina þriðjudaginn 9. september kl:18-19. Veturinn framundan á dagskrá. Kaffi og spjall í boði eftir formlegan fund.

 Þjálfarar og stjórn

Æfingar byrja á morgun FIMMTUDAG 28. ágúst

Jæja, þá er Sarah mætt á svæðið og æfingar byrja á morgun hjá öllum flokkum. Smelltu á "lesa meira" til að sjá æfingatímana þennann fyrsta æfingadag. Ég set svo hér til hliðar í valmyndina nýja æfingatöflu sem tekur svo gildi á næsta laugardag og afísæfingatöflu sem tekur gildi 8.sept.

Skráningar

Þeir sem eiga eftir að skrá sig fyrir næsta vetur sendið tölvupóst á annagj@simnet.is

Æfingar 1&2 hóps hefjast um miðjan sept. auglýst nánar síðar.

Aseta hraðmót

Daganna 5-6 september verður haldið hraðmót í Bjarnarhöllinni. Aseta hraðmótið kallast það og er hugmyndin á bakvið mótið að koma mönnum í gírinn svona rétt áður en deildin byrjar. Byrjað var á mótinu á síðustu leiktíð og þótti mönnum þetta takast afarvel og állir sammála um að endurtaka leikinn að ári. Við hvetjum fólk að fylgjast með á næstu dögum því að tilkynning með mótinu ætti að birtast.

Vantar notaða EDEA skauta

Ég óska eftir að kaupa notaða EDEA skauta nr.255
 
gsm. sími er 8653700
 

Meistarar síðasta árs.

Einsog flestir vita þá er íshokkí ekki bara stunduð á íslandi..ónei. T.d. voru strákarnir í Urartu Yerevan meistarar í Armeníu.

Jammu & Kashmir Blue team voru meistarar í Indlandi og Fangs Kuala Lumpur í Malasíu sem og

Otgon od Ulaanbaatar frá Mongólíu.

Meistaraflokksklefinn klár!!

Þá er klefinn klár og menn bara nokkuð sáttir við hann. Einnig var klefinn málaður sem og skautarekkar endurnýjaðir. Það voru meistaraflokksmenn sem stóðu að þessum breytingum.

Einkatímar með Ivetu

Iveta býður upp á einkatíma dagana sem hún er hér. Hálftíminn kostar 2400 krónur og er nauðsynlegt að greiða við upphaf tímans. Tilvalið tækifæri til að vinna í prógrömmum og/eða tækni. Þeir sem eru ekki komnir með dans þurfa að tala við Helgu áður en þeir panta tíma. Pantið í skautahöllinni.