Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldin í Skautahöllinni fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20:00.

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Tapað-Fundið

Skautapeysa nr. 10 er í óskilum hjá Allý í síma 895-5804. Fannst eftir skautamaraþonið.

tapað-fundið

Hæ, hæ! Á skautamaraþoninu tapaðist svört tauhlíf utan af skauta í gistiaðsöðu hjá 3 hóp. Endilega athugið hvort þetta hefur villst með í farangri ykkar. Berghildur Þóra sími:461-2033

Maraþonið mæting 16:30

Mæting í skautahöllina til að taka þátt í maraþoni verður á laugardag klukkan 16:30 og byrjað að skauta á ísnum kl:17:00. Skautamaraþonið stendur í sólarhring!!

Aðalfundur Listhlaupadeildar SA

Hefur þú áhuga á því að kynna þér starf listhlaupadeildarinnar? eða jafnvel áhuga á því að bjóða þig fram til stjórnarsetu? Endilega mættu á aðalfund LSA, sem haldinn verður mánudaginn 5. maí klukkan 20:00 í fundarherberginu í skautahöllinni.

 

Lok æfinga

Nú er æfingum lokið hjá Listhlaupadeild SA þennan veturinn. Við þökkum öllum fyrir gott samstarf í vetur og hlökkum til að sjá sem flest aftur næsta skautavetur. Maraþonið verður um næstu helgi fyrir 3.4.5. og 6. hóp, endilega eins miklum áheitum og mögulegt er.

 

 

Skautamaraþon

Þeir iðkendur sem verða í 3. yngri, 3. eldri, 4.5. og 6. hóp sem ætla að vera með í skautamaraþoninu um næstu helgi. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið allyha@simnet.is og staðfestið þátttöku, sem allra fyrst.

 

Engar morgunæfingar!

Engar morgunæfingar verða á morgun hjá 4.-6. hóp en í staðinn verður opinn tími fyrir þessa flokka milli 12 og 13 ef einhverjir vilja fínpússa dansana sína fyrir vorsýninguna

Generalprufa!

Við minnum á generalprufu fyrir vorsýninguna sem verður á morgun laugardaginn 26. apríl kl. 11 (verður búin upp úr kl. 12). Allir iðkendur sem ætla að taka þátt eru beðnir um að mæta! Sýningin verður svo haldin sunnudaginn 27. apríl kl. 17!

SA Íslandsmeistarar 2008

Í kvöld var meistaraflokkur Skautafélags Akureyrar krýndur Íslandsmeistari og tóku leikmenn við verðlaunapeningum auk þess sem Björn Már Jakobsson fyrirliði liðsins tók við sjálfum Íslandsmeistarabikarnum úr höndum Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstýru Akureyrar.  Í skautahöllina mættu auk bæjarstjórans ýmsir velunnarar félagsins auk einhverra styrktaraðila og stjórnarmanna.  Allir leikmenn liðsins klæddu sig upp, stilltu sér upp fyrir verðlaunaafhendingu og svo fyrir myndatöku.  Að því loknu var skipt í lið og menn tóku síðustu æfingu vetrarsins.