Óvenjuleg upphitun í Ástralíu

Eins og flestir lesendur SA síðunnar vita þá er íslenska karlalandsliðið í Ástralíu að keppa á heimsmeistaramótinu.  Fyrir fyrsta leik liðsins á dögunum gegn Nýja Sjálandi bilaði íshefillinn á miðjum ís þegar hann var að fara síðustu umferð eftir upphitun.  Af þessu hlaust 90 mín töf þar sem mótshaldarar og starfsmenn skautahallarinnar voru úrræða og glórulausir gagnvart vandanum. 

Breyttir æfingatímar um helgina Vantar aðstoð

Æfingar á sunnudagsMORGUNN falla niður. 4. hópur verður á hefðbundnum tíma milli 17-18. 5. OG 6. hópur saman milli 18-19. Auglýst er hér með eftir áhugasömum foreldrum til að vera með þá æfingu. hafið samband við Allý allyha@simnet.is eða í símann hennar, sjá hér til hliðar á heimasíðunni.

Fyrirlestur Helgu á Peter Grutter námskeiði

Helga Margrét heldur fyrirlestur á námskeiðinu á mismunandi tímum fyrir mismunandi hópa.

Hópaskipting á Peter Grutter námskeiði

hér má finna hópaskiptingu á PG námskeiði

Peter Grutter námskeið - upplýsingar frá ÍSS

Hér má finna bréf frá formanni ÍSS

Íslenska landsliðið vann fyrsta leikinn 3 - 6

Hér er fréttin á vef ÍHÍ.   Góóóðir Ísland !!

Sigrún Lind Sigurðardóttir Akureyrarmeistari listhlaupadeildar SA 2008

Akureyrarmót Goða í Listhlaupi á skautum var haldið um helgina. Mótið var vel heppnað í alla staði og stóðu keppendur sig með stakri prýði. Augljóst er að iðkendur deildarinnar hafa tekið miklum framförum á þessu skautaári. Á Akureyrarmóti Goða var keppt í öllum keppnisflokkum A, B og C. Mótið er síðasta mót ársins en framundan er vorsýning. Þá er einnig framunand skautamaraþon sem haldið er til að standa straum af æfingabúðum verða í sumar, þar sem erlendir og skautaþjálfarar, þjálfa bæði iðkendur og þjálfara deildarinnar.

Akureyrarmeistari SA í listdansi á skautum 2008: Sigrún Lind SigurðardóttirAðrir sem sigruðu í sínum styrkleika og aldursflokkum voru:

C-flokkar: Sara Júlía Baldvinsdóttir, Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson, Særún Halldórsdóttir, Elva Karitas Baldvinsdóttir og Hildigunnur Larsen

B-flokkar Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir , Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir, Urður Steinunn Frostadóttir, Andrea Halldórsdóttir  og Guðný ósk Hilmarsdóttir

A-flokkum: Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Urður Ylfa Arnarsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Lind Sigurðardóttir - jafnframt Akureyrarmeistari árið 2008

Öll úrslit:

8 ára og yngri C.
Sara Júlía Baldvinsdóttir

11 ára og yngri C drengir.
Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson
Grétar Þór Helgason

10 ára og yngri C
Særún Halldórsdóttir
Hildur Emelía Svavarsdóttir
Arney Líf Þórhallsdóttir

12 ára og yngri C
Elva Karitas Baldvinsdóttir
Freydís Björk Kjartansdóttir
Bergdís Lind Bjarnardóttir

14 ára og yngri C
Hildigunnur Larsen

8 ára og yngri B
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir

10 ára og yngri B
Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir
Hrafnkatla Unnarsdóttir
Kartín Birna Vignirsdóttir

12 ára og yngri B
Urður Steinunn Frostadóttir
Andrea Dögg Jóhannsdóttir
Alma Karen Sverrisdóttir

14 ára og yngri B
Andrea Halldórsdóttir
Sigríður Guðjónsdóttir
Rakel Ósk Guðmundsdóttir

15 ára og eldri B
Guðný ósk Hilmarsdóttir
Auður Jóna Einarsdóttir
Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir

8 ára og yngri A
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir        

10 ára og yngri A
Guðrún Brynjólfsdóttir
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir

12 ára og yngri A
Urður Ylfa Arnarsdóttir
Elva Hrund Árnadóttir
Kolbrún Egedía Sævarsdóttir        

Novice
Helga Jóhannsdóttir
Ingibjörg Bragadóttir
Telma Eiðsdóttir

Junior og jafnframt Akureyrarmeistari árið 2008
Sigrún Lind Sigurðardóttir

Upplýsingar vegna Basic test

Þeir skautarar sem skráðir eru í Basic test á Peter Gutter námskeiðinu í RVK í næstu viku eru:Elísabet Ingibjörg, Guðrún Brynjólfs og Hrafnhildur Ósk. Hver skautari þarf að greiða 5.þúsund krónur í hvert sinn sem prófið er þreytt og á að vera búið að leggja það inn á reiknin ÍSS áður, eða í SÍÐASTA LAGI miðvikudaginn 9.apríl. Vinsamlegast sendið afrit af greiðslu á christine@eldhorn.is og skautasamband@skautasamband.is

Dregið verður í keppnisröð 

Föstudaginn 12. apríl

BASIC TEST-kl.12:00-12:45 Grunnpróf 

Laugardaginn 13. apríl

BASIC TEST-kl.11:45-12:45 Grunnpróf

sunnudaginn 14.apríl

BASIC TEST-kl.10:15-11:00 Grunnpróf

Mánudaginn 13.apríl

BASIC TEST-kl.12:00-12:45  Prógröm-Free Skate   

Matur á Peter Gutter námskeiðinu

Boðið verður upp á heitan mat í hádeginu á Peter Gutter námskeiðinu. Vinsamlegast sendið Hildu Jönu póst á netfangið:hildajana@gmail.com fyrir næsta miðvikudag um hvort að barn vill kaupa hádegismatinn. 10. Og 11. Apríl í Egilshöll verður í boði súpa og salat fyrir 750 kr. Í laugardalnum verður snætt á Café Easy og kostar heitur matur + súpa +salat samtals 1250 kr á dag, dagana  12.13. og 14 apríl. Ef barn ætlar að borða mat í hádeginu alla daga í gegnum skautasambandið er verðið samtals kr:4.250. Greiðist einungis með peningum í Egilshöll a fimmtudagseftirmiðdegi 

Frí hjá 4., 5. og 6. hóp í kvöld!

í kvöld verða engar æfingar hjá 4.-6. hóp. Æfingar verða þó samkvæmt tímatöflu hjá öllum flokkum á morgun.