The Cup is Coming Home!

Thursday night, the 24th, Meistara flk are to come at 2100 for scrimmage and to receive the medals and trophy!

Fyrri dómur úr 1. leik úrslitakeppninnar hefur nú verið staðfestur

Áfrýjunadómstóll ÍSÍ staðfesti í dag fyrri dóm ÍSÍ sem var á þá leið að Skautafélag Reykjavíkur hefði telft fram sem ólöglegum leikmanni, Emil Allengard, eftir að Íshokkísamband Íslands hafði hafnað leikheimild honum til handa þar sem það væri andstætt lögum og reglugerðum sem fara bæri eftir við úthlutun slíkra leikheimilda. Dóm ÍSÍ má lesa hér og áfrýjunardóminn hér. Á fimmtudagkvöldið næsta mun Meistaraflokkur SA verða í fullum skrúða á svellinu hér í Skautahöllinni á Akureyri og veita viðtöku BIKARNUM sem verið hefur í gíslingu í Laugardalnum frá því að sigur vannst Sunnudaginn 30. mars síðastliðinn.

Foreldrafundur 3.-6 hóps FÖS 23.ap kl:18

Stjórn Listhlaupadeildar SA stendur fyrir fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda í 3. eldri, 3. yngri, 4.5. og 6.hóp föstudaginn 25 apríl kl:18, í fundarherberginu í skautahöllinni.  Fundarefnið er skautamaraþon sem haldið verður helgina 3.-4 maí, söfnun áheita vegna maraþonsins og skautabúðir sem verða í sumar.

 Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti

 kv.

Hilda Jana Gísladóttir
Formaður Listhlaupadeildar SA
hildajana@gmail.com

Vorsýningin Vorgleði!

Sunnudaginn 27. apríl verður haldin vorsýning listhlaupadeildar sem að þessu sinni ber heitið Vorgleði. Sýningin hefst kl. 17. Á sýningunni koma fram allir flokkar deildarinnar og sýna afrakstur vetrarins. Iðkendur yngri flokka hafa nú þegar fengið bréf heim með upplýsingum t.d. varðandi búninga og er sama bréf að finna hér neðar á síðunni. Eldri flokkar hafa fengið munnlegar upplýsingar varðandi búninga. Generalprufa verður laugardaginn 26. apríl milli 11 og 13 fyrir alla flokka.

Síðustu æfingar vetrarins

Æfingar á þriðjudag

Síðustu æfingar hjá yngri flokkum á þriðjudag (4,5 & 6,7)! 3. flokkur mætir með meistarafl. kvenna milli 17 og 19, meistaraflokkur okarla mætir milli 19 og 21 og byrjendur kvenna kl. 21.                  Sarah   (o;

Bréf um búninga hjá 1. og 2. hópi!

Hér er að finna bréf um búninga fyrir 1. og 2. hóp!

Bautamótið á morgun föstudag

Á morgun föstudag og laugardag verður spilaður hér á Akureyri 3. og síðasti hluti Íslandsmótsins í 4.flokki B-liða. Dagskrá mótsins má skoða hér.

Vorsýning 27. apríl - 3.4.5 og 6. hópur

Framundan er Vorsýning 27. apríl klukkan 17. Vegna þessa og hokkímóts verða breytingar á æfingatímum. Sjá nánar hér...

Vorsýning 27. apríl - 1&2 hópur ATH. breyttur æfingatími á föstudag

 

Framundan er vorsýning þann 27. apríl. Á föstudag 18. apríl verður breyting á æfingatíma 2. hóps vegna hokkímóts og skulu iðkendur mæta kl. 15:45-16:30. Sjá nánari umfjöllun

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2008

Mammútar héldu uppteknum hætti í lokaleik íslandsmótsins á laugardag og sigruðu

Víkinga 9 -3


Mammútar byrjuðu á að skora eitt stig í fyrstu umferð en Víkingar svöruðu með tveimur stigum í næstu umferð  og stálu svo einu stigi í þeirri þriðju. Þá sögðu Mammútar hingað og ekki lengra og skoruðu tvö stig í fjórðu umferð og “stálu” svo fimmtu og sjöttu með þremur stigum í hvorri umferð þannig að leikurinn endaði 9-3 fyrir Mammúta.

Mammútar eru vel að þessum sigri komnir en þeir töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jantefli í forkeppninni og unnu alla þrjá  leiki sína í úrslitunum.

FRÁBÆR ÁRANGUR.

 

Leikur Norðan 12 og Garpa um þriðja sætið fór 5 – 3  fyrir Norðan 12 .

Leikurinn spilaðist þannig að N12 skoraði eitt stig í fyrstu umferð og tvö í næstu umferð og eitt í þeirri þriðju og fjórðu og staðan því orðin 5-0 eftir fjórar umferðir. Garpar áttu síðasta stein í fimmtu lotu og gátu skorað 5 stig en ísinn réði ferðinni í því skoti og Garpar færðu einn stein N12 nokkra sentimetra innar í hring en tveir steinar Garpa voru þannig að Garpar fengu aðeins tvö stig í þeirri umferð og eftirleikurinn auðveldur fyrir N12

Garpar skoruðu eitt stig í síðustu umferð og leikurinn endaði því 5 - 3 fyrir N12.

 

Lokastaðan í íslandsmótinu árið 2008 varð þannig:

Íslandsmeistarar            Mammútar

Annað sæti                    Víkingar

Þriðja sæti                     Norðan 12

 

Krulluvefurinn óskar verðalaunahöfum til hamingju með árangurinn.