Dagskrá Hringrásarmótsins komin á vefinn

Dagskrá Hringrásarmótsins sem haldið verður nú um helgina hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrir yngstu hópa hokkí-iðkenda landsins er hægt að skoða hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur eða breytingar. Þetta er stór viðburður í hokkídagskrá landans og af þessu tilefni koma 83 keppendur að sunnan frá Birninum og SR svo keppandafjöldi verður um 135 krakkar á aldrinum 11 ára og yngri.

Tókst þú upp sjónvarpsleikinn á sunnudaginn

Ef einhver hefur náð að taka leikinn síðasta sunnudag upp á DVD væri ofsalega vel þegið að fá að afrita fyrir félagið. Endilega hafðu samband við Reyni í 6604888 eða reynir@sasport.is  ((O:

Foreldrar/forráðamenn iðkenda listhlaupadeildar!

Allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni á laugardag og sunnudagsmorgun vegna hokkímóts. Æfingar verða á sunnudagskvöldið sem hér segir:

3. hópur yngri og eldri mætir kl. 17:15-18:00

4. hópur mætir kl. 18:00-19:00

5. hópur mætir kl. 19:00-20:00

6. hópur mætir kl. 20:00-21:00

Æfing fellur niður í fyrramálið!

Æfing hjá 5. og 6. hóp fellur niður í fyrramálið (þriðjudaginn 19. febrúar).

Bikarmót hjá yngstu keppendunum um næstu helgi.

Um næstu helgi koma sunnan liðin til Akureyrar með yngstu keppnishópana og taka þátt í Bikarmóti vetrarins í Skautahöllini hér á Akureyri. Við munum reyna að setja dagskrá mótsins hér á síðuna um leið og vitað er um keppanda fjölda frá hverju liði.

Góðri ferðahelgi lokið

4.flokkurinn er nú kominn heim glaður og ánægður eftir ágæta keppnisferð til Reykjavíkur þar sem góðir sigrar unnust. Þau unnu leik sinn við Björninn í morgun 16 - 0. Við þökkum bæði Birnininum og SR fyrir ágætt mót og hlökkum til að mæta þeim aftur áður en langt um líður.  (O:

4.flokkur á heimleið

Verður við Skautahöll kl. 16:30.

4.flokkur stendur sig vel

4.fl. spilaði 2 leiki í morgun, fyrst við Björninn og unnu hann 11 gegn 0 og svo við SR og unnu þar með 8 gegn 2. Þau eru að fara að spila seinni leikinn við SR, set inn úrslit á eftir.    Góóóóðir SA ................................   þriðji leikur dagsins vannst 11 - 0     (O:

Fyrri leiknum var að ljúka

SA lagði Björninn   með 14 mörkum gegn 7 eftir heldur brokkgenga byrjun.

Mikið um að vera í Egilshöll um helgina

Á föstudagskvöldið munu meistaraflokkur Bjarnarins og SA spila fyrri leik sinn þessa helgi og á sunnudaginn kl. 15,00 seinni leikinn og verður hann sýndur beint í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV. Allir stuðningsmenn og konur eru nú hvött til að mæta og hvetja sína menn því án efa verða þetta baráttuleikir því þó SAmenn séu búnir að tryggja sigur sinn í deildinni og þar af leiðandi þáttöku í Úrslitakeppninni þá þurfa Bjarnarmenn að bíta í skjaldarrendur og fara að hala inn stig ef þeir ætla sér í úrslit, sem þeir örugglega ætla og enn eru nógu mörg stig í pottinum til að það sé hægt. Einnig mun 4.fl. SA leggjast í langferð á morgun í Egilshöll til þáttöku í öðrumhluta íslandsmótsins í 4.fl. sem líka er haldið þessa helgi.   ÁFRAM SA .......................