Karfan er tóm.
Nokkrir punktar hvað þarf að hafa með sér vegna ferðar á Barna og
unglingamótið 29. febrúar -2. mars.
*Hollt og gott nesti til að hafa með sér á suðurferðinni (ekki sælgæti) Annar matur í ferðinni er innifalinn.
*Nauðsynlegan fatnað. t.d. til skiptanna og náttföt.
*Snyrtivörur s.s. tannbusta, tannkrem og fleira
*Hafa með sér rúmföt,en sængur og koddar eru á staðnum.
*Vasapeningur 1,500 krónur Fararstjóri tekur að sér að geyma
vasapeningana.
*Einnig geyma fararstjórar lyf ef einhver þar að hafa með sér(a.m.k. fyrir yngri keppendur.
*Má hafa Ipod með sér en gsm símar *ekki* leyfðir. Gsm sími sem hægt
er að ná í meðan ferðin stendur yfir er 849-2468 og einnig geta keppendur fengið að hringja hjá fararstjóra ef það er nauðsynlegt.
*Ferðin og gisting kostar 8500 krónur og á að leggjast inn á reikning
0162-05-268545; kt:510200-3060 láta skýringu fylgja með. Sumir
iðkendur eiga inneign sem kemur til frádráttar og fá þeir upplýsiningar um það með sms.
Greiða þarf ferðina í síðasta lagi fimmtudaginn 28. febrúar inn á reikninginn í Landsbankanum.
Foreldrar þurfa sjálfir að fá frí fyrir börnin sín í skóla á föstudaginn. Það hefur yfirleitt ekki verið neitt mál. Mæting við skautahöllina stundvíslega kl: 11:30 á föstudagsmorgun. Brottför kl: 12:00.
Fararstjórar: Allý, Heba, Hóffa, Guðný og Halldór. Síminn hjá Allý er 895-5804 og 849-2468
Stjórnin
Kveðja,
þjálfarar og stjórn
Rétt í þessu var að ljúka leik SA og Bjarnarins í 2. flokki hér í Skautahöllinni. Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá upphafi og lengst framan af. Fyrsta mark leiksins átti Björninn og kom það um miðja 1. lotu og var heldur klaufalegt. Eftir uppkast í okkar svæði fór pökkurinn langt upp í loft og sveif í háum boga í átt að markinu þar sem Ómar Smári Skúlason bjó sig undir að grípa auðveldan pökk. Svo fór þó ekki og pökkurinn skoppaði úr hanskanum, aftur fyrir Ómar og yfir marklínuna..
Nú er Denni búinn að raða upp liðunum fyir Hringrásarmótið og hægt að skoða liðsskipanina með því að smella á "lesa meira" Dagskránna er svo hægt að skoða með því að smella á efsta hlekkinn í valmyndinni hér til vinstri.